Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2014 20:15 Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rannsóknarleiðangrar á skipum hefjast strax á næsta ári og stefnt er á borpall innan fimm ára. Segja má að kínverska olíufélagið CNOOC hafi tekið forystu í olíuleitinni en fulltrúar þess funduðu í Reykjavík í dag með samstarfsaðilum sínum í sérleyfinu, norska ríkisolíufélaginu Petoro og íslenska félaginu Eykon Energy. Fulltrúar Orkustofnunar sátu einnig fundinn, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, en þetta er einn þriggja sérleyfishópa. Fulltrúar Orkustofnunar, Petoro og Eykons á fundinum í dag.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að meginniðurstaðan sé að hefja tvívíðar endurvarpsmælingar næsta sumar, árið 2015, og síðan mögulega þrívíðar mælingar kannski tveimur árum eftir það. Hérlendis hefur því verið fleygt í umræðunni að ný tækni við olíuvinnslu úr jarðlögum og lækkandi olíuverð kunni að draga úr áhuga á olíuleit á Drekasvæðinu. Gunnlaugur kveðst ekki skynja það á samstarfsaðilum. Þeir fari í þetta af miklum krafti og hraðar en rannsóknaráætlun gerði ráð fyrir. Tugum milljóna dollara verði varið til rannsókna fram að borun. Hver borhola muni síðan kosta 100-200 milljónir dollara. En hvenær má búast við fyrsta borpalli? „Borun gæti verið á árabilinu 2019 til 2021,“ svarar Gunnlaugur. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rannsóknarleiðangrar á skipum hefjast strax á næsta ári og stefnt er á borpall innan fimm ára. Segja má að kínverska olíufélagið CNOOC hafi tekið forystu í olíuleitinni en fulltrúar þess funduðu í Reykjavík í dag með samstarfsaðilum sínum í sérleyfinu, norska ríkisolíufélaginu Petoro og íslenska félaginu Eykon Energy. Fulltrúar Orkustofnunar sátu einnig fundinn, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, en þetta er einn þriggja sérleyfishópa. Fulltrúar Orkustofnunar, Petoro og Eykons á fundinum í dag.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að meginniðurstaðan sé að hefja tvívíðar endurvarpsmælingar næsta sumar, árið 2015, og síðan mögulega þrívíðar mælingar kannski tveimur árum eftir það. Hérlendis hefur því verið fleygt í umræðunni að ný tækni við olíuvinnslu úr jarðlögum og lækkandi olíuverð kunni að draga úr áhuga á olíuleit á Drekasvæðinu. Gunnlaugur kveðst ekki skynja það á samstarfsaðilum. Þeir fari í þetta af miklum krafti og hraðar en rannsóknaráætlun gerði ráð fyrir. Tugum milljóna dollara verði varið til rannsókna fram að borun. Hver borhola muni síðan kosta 100-200 milljónir dollara. En hvenær má búast við fyrsta borpalli? „Borun gæti verið á árabilinu 2019 til 2021,“ svarar Gunnlaugur. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15