Lífið

Kim rýfur þögnina

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian eignaðist dótturina North fyrir rétt rúmlega mánuði og bloggaði í fyrsta sinn um móðurhlutverkið í gær.

“Þessar síðustu vikur hafa verið fullar af mest spennandi upplifunum í lífi mínu. Ég nýti þennan tíma til að njóta þess til fulls að vera móðir og eyða tíma heima með fjölskyldunni. Ég er búin að lesa alls kyns skilaboð og mig langar til að þakka ykkur fyrir heillaóskirnar. Ég er svo heppin að finna fyrir stuðningi frá fjölskyldu minni og aðdáendum á þessum gleðilega tíma,” skrifar Kim meðal annars.

Kim og Kanye eiga frægasta barn sem heimurinn hefur ekki séð.
Kim hefur ekki sést á almannafæri síðan hún og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Kanye West, buðu North litlu velkomna í heiminn þann 15. júní síðastliðinn.

Kim nýtur sín í móðurhlutverkinu.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×