Handbolti

Kielce framlengir við tvo lykilmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michal Jurecki er mikilvægur hlekkur í liði Kielce og pólska landsliðinu.
Michal Jurecki er mikilvægur hlekkur í liði Kielce og pólska landsliðinu. Vísir/AFP
Pólska stórliðið Vive Targi Kielce hefur framlengt samninga Karols Bielecki og Michal Jurecki. Bielecki skrifaði undir samning til ársins 2017, en Jurecki skrifaði undir nýjan þriggja ára samning sem tryggir Kielce þjónustu hans til ársins 2019.

Báðir eru þeir margreyndir landsliðsmenn, en Bielecki og Jurecki voru báðir í pólska landsliðinu sem lenti í öðru sæti á HM í Þýskalandi 2007 og vann til bronsverðlauna á HM 2009.

Bielecki, sem er 32 ára, lék fyrst með Kielce á árunum 1999-2004, áður en hann gekk til liðs við Magdeburg. Hann færði sig um set innan Þýskalands 2007 og fór til Rhein-Neckar Löwen. Bielecki gekk svo aftur í raðir Kielce 2012.

Jurecki, sem er 29 ára, lék með Kielce 2006-2007 og gekk svo liðs við Hamburg. Þar var hann í eitt ár, áður hann fór yfir við TuS Nettelstedt-Lübbecke. Hann samdi svo við Kielce á ný 2010 og hefur verið þar síðan þá.

Kielce, sem leikur undir stjórn Talants Duyshebaev, hefur unnið pólska meistaratitilinn þrjú síðastliðin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×