Keyrir Ísbílinn um óbyggðir landsins Snærós Sindradóttir skrifar 10. júlí 2015 08:00 Sigurður Grétar Jökulsson nýtur þess að keyra ísbílinn. Fréttablaðið/Valli „Ég er búinn að fara á hvern einasta sveitabæ á landinu og þræða götur hvers einasta kaupstaðar á landinu nokkrum sinnum,“ segir Sigurður Grétar Jökulsson ísbílstjóri. Sigurður er með meistaragráðu í viðskiptafræði auk kennsluréttinda. Hann hefur ekið Ísbílnum í tíu ár, eða síðan árið 2005, en gegnir einnig stöðu sölustjóra hjá fyrirtækinu. „Þegar ég var búinn með skólann þá leið mér svo vel í þessu. Sæmilegar tekjur og skemmtileg útivera.“ Ísbíllinn, í þeirri mynd sem hann er í nú, hefur ekið um sveitir landsins í 21 ár, eða frá árinu 1994. Flestir Íslendingar kannast við að heyra bjölluhljóminn í Ísbílnum í þorpum á landsbyggðinni. Færri gera sér þó grein fyrir því að Ísbíllinn fer víðar en í þéttbýli. „Ég er búinn að keyra yfir Kjöl á bílnum. Ég hef líka farið í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. En það er meira svona til gamans gert,“ segir Sigurður. Hann tekur fram að alls staðar séu viðskiptatækifæri. Allir vilji ís. Breytingar hafa orðið á rekstri ísbílsins þau tíu ár sem Sigurður hefur starfað í faginu. Þegar hann hóf störf keyrði Ísbíllinn ekki um höfuðborgarsvæðið, eins og hann gerir nú. Þá voru líka notaðar strauvélar fyrir greiðslukort í stað posa. Sigurður segir að hver bílstjóri hafi sitt uppáhaldslandsvæði. „Ég hef voðalega gaman af Vestfjörðunum. Þar er bæði skemmtilegt fólk og stórbrotin náttúra.“ „En það eru margir staðir sem ég hef mjög gaman af að keyra. Það er mjög fallegt á Snæfellsnesinu og Austfirðirnir eru að sjálfsögðu stórbrotnir.“ Líf ísbílstjóranna er þó ekki alltaf eintómur dans á rósum. Stundum kemur fyrir að þeir mæta foreldrum með bókstaflega allt á hornum sér. „Ís er að sjálfsögðu fyrir alla aldurshópa. En Það eru einhverjir sem kvarta yfir því að maður sé að æsa krakkana. Þá svarar maður því að það hljóti að vera alveg skelfilegt að krakkarnir ráði sér ekki fyrir kæti,“ segir Sigurður. „Það hefur komið fyrir að gleði krakkanna er ekki alveg í takt við foreldrana. En það er alveg hverfandi.“ Eftir sem áður eru foreldrar stærsti kúnnahópur Ísbílsins. Starf ísbílstjórans er gefandi en ekki fjölskylduvænt. „En við erum í starfi til að gleðja og þjónusta,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
„Ég er búinn að fara á hvern einasta sveitabæ á landinu og þræða götur hvers einasta kaupstaðar á landinu nokkrum sinnum,“ segir Sigurður Grétar Jökulsson ísbílstjóri. Sigurður er með meistaragráðu í viðskiptafræði auk kennsluréttinda. Hann hefur ekið Ísbílnum í tíu ár, eða síðan árið 2005, en gegnir einnig stöðu sölustjóra hjá fyrirtækinu. „Þegar ég var búinn með skólann þá leið mér svo vel í þessu. Sæmilegar tekjur og skemmtileg útivera.“ Ísbíllinn, í þeirri mynd sem hann er í nú, hefur ekið um sveitir landsins í 21 ár, eða frá árinu 1994. Flestir Íslendingar kannast við að heyra bjölluhljóminn í Ísbílnum í þorpum á landsbyggðinni. Færri gera sér þó grein fyrir því að Ísbíllinn fer víðar en í þéttbýli. „Ég er búinn að keyra yfir Kjöl á bílnum. Ég hef líka farið í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. En það er meira svona til gamans gert,“ segir Sigurður. Hann tekur fram að alls staðar séu viðskiptatækifæri. Allir vilji ís. Breytingar hafa orðið á rekstri ísbílsins þau tíu ár sem Sigurður hefur starfað í faginu. Þegar hann hóf störf keyrði Ísbíllinn ekki um höfuðborgarsvæðið, eins og hann gerir nú. Þá voru líka notaðar strauvélar fyrir greiðslukort í stað posa. Sigurður segir að hver bílstjóri hafi sitt uppáhaldslandsvæði. „Ég hef voðalega gaman af Vestfjörðunum. Þar er bæði skemmtilegt fólk og stórbrotin náttúra.“ „En það eru margir staðir sem ég hef mjög gaman af að keyra. Það er mjög fallegt á Snæfellsnesinu og Austfirðirnir eru að sjálfsögðu stórbrotnir.“ Líf ísbílstjóranna er þó ekki alltaf eintómur dans á rósum. Stundum kemur fyrir að þeir mæta foreldrum með bókstaflega allt á hornum sér. „Ís er að sjálfsögðu fyrir alla aldurshópa. En Það eru einhverjir sem kvarta yfir því að maður sé að æsa krakkana. Þá svarar maður því að það hljóti að vera alveg skelfilegt að krakkarnir ráði sér ekki fyrir kæti,“ segir Sigurður. „Það hefur komið fyrir að gleði krakkanna er ekki alveg í takt við foreldrana. En það er alveg hverfandi.“ Eftir sem áður eru foreldrar stærsti kúnnahópur Ísbílsins. Starf ísbílstjórans er gefandi en ekki fjölskylduvænt. „En við erum í starfi til að gleðja og þjónusta,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira