Innlent

Keyrðu upp að rótum gosstöðvanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólkið er statt í um 5 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Mynd/ Styrmir Steingrímsson.
Fólkið er statt í um 5 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Mynd/ Styrmir Steingrímsson.
Gosið í Grímsvötnum hefur rénað verulega á síðastliðnum sólarhring. Svo mikið hefur dregð úr gosvirkninni að fyrstu menn eru farnir að keyra að eldstöðvunum.

Styrmir Steingrímsson tók þessa meðfylgjandi mynd og sendi Vísi og Fréttablaðinu nú undir kvöld. Hópurinn sem Styrmir var staddur í um 5 til sex kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum í kvöld.

„Það voru miklir og svartir bólstrar þegar sem mest gekk,“ segir Styrmir í samtali við Vísi rétt fyrir klukkan ellefu. Hann segir að jökullinn sé alveg eins og malbik eftir gosið. Styrmir segir að það hafi verið sæmilegt færi upp á jökulinn, en það breytist væntanlega um leið og sólin fari að skína á hann. Styrmir tekur undir það sem sérfræðingar hafa sagt í dag að svo virðist vera sem gosið sé í rénun.

Gosmökkurinn frá Grímsvötnum hefur lækkað verulega frá því að gosið hófst. Hann er í um 2-3 kílómetra hæð en skýst þó stöku sinnum upp fyrir það, eftir því sem fram kom í stöðuskýrslu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra klukkan sex í dag. Gosmökkurinn náði allt upp í 20 kílómetra á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×