Keyra um með áminningu í afturrúðunni: "Ég missti vin í bílslysi" Valur Grettisson skrifar 17. maí 2011 12:23 Límmiðarnir eru átakanleg áminning um að fólk þurfi að nota bílbeltin. „Við ákváðum að heiðra minningu hans með því að vera alltaf í bílbelti sjálfir," segir Hilmar Tryggvi Finnsson, tvítugur piltur frá Hvolsvelli, en hann missti vin sinn fyrir skömmu í hörmulegu bílslysi. Þá lést Ólafur Oddur Marteinsson eftir að bifreið sem hann ók hafnaði utan vegar. Ólafur Oddur var ekki í bílbelti. Hilmar segist ekki geta fullyrt um það, en ýmislegt bendir til þess að bílbeltið hefði getað bjargað lífi Ólafs. Hilmar og félagar hans voru eðlilega harmi slegnir yfir andláti félaga síns eins og samfélagið allt á Hvolsvelli. Þeir félagar gáfu þá hvorum öðrum loforð um að þeir skyldu ávallt aka með bílbeltin spennt. „Enda eru þau þarna, og það þarf að nota þau," segir Hilmar Tryggvi og bætir við: „En mér finnst persónulega sorglegt hversu fáir nota í raun beltin."Hilmar Tryggvi spennir beltin.Hilmar ákvað því að taka skrefið lengra og hannaði límmiða til þess að líma í afturrúðu bílsins. Skilaboðin eru sterk, enda persónuleg orðsending til ökumannsins fyrir aftan bifreiðina. Þar stendur einfaldlega: „Ég missti vin í bílslysi. Notum bílbeltin." Hilmar Tryggvi segist hafa tekið eftir tveimur ökumönnum sem óku á eftir honum sem spenntu á sig beltin þegar þeir óku á eftir honum. „Svo hef ég líka verið stoppaður og fólk hrósað mér fyrir framtakið," segir Hilmar en það er óhætt að segja að framtakið hafi vakið athygli í umferðinni. „Það er náttúrulega átakanlegt að missa einhvern í umferðinni og það er ágætt að nýta sér það og minna fólk á að nota beltin," segir Hilmar. Auk Hilmars eru þrír félagar hans með límmiða í afturrúðunum. Hann segist hafa fundið fyrir óvæntri eftirspurn eftir miðunum sem Hilmar hannar sjálfur og lætur prenta fyrir sig. Ef einhver hefur áhuga á að nálgast límmiðana þá er hægt að senda Hilmari Tryggva póst á netfangið hilmartryggvi@gmail.com. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Við ákváðum að heiðra minningu hans með því að vera alltaf í bílbelti sjálfir," segir Hilmar Tryggvi Finnsson, tvítugur piltur frá Hvolsvelli, en hann missti vin sinn fyrir skömmu í hörmulegu bílslysi. Þá lést Ólafur Oddur Marteinsson eftir að bifreið sem hann ók hafnaði utan vegar. Ólafur Oddur var ekki í bílbelti. Hilmar segist ekki geta fullyrt um það, en ýmislegt bendir til þess að bílbeltið hefði getað bjargað lífi Ólafs. Hilmar og félagar hans voru eðlilega harmi slegnir yfir andláti félaga síns eins og samfélagið allt á Hvolsvelli. Þeir félagar gáfu þá hvorum öðrum loforð um að þeir skyldu ávallt aka með bílbeltin spennt. „Enda eru þau þarna, og það þarf að nota þau," segir Hilmar Tryggvi og bætir við: „En mér finnst persónulega sorglegt hversu fáir nota í raun beltin."Hilmar Tryggvi spennir beltin.Hilmar ákvað því að taka skrefið lengra og hannaði límmiða til þess að líma í afturrúðu bílsins. Skilaboðin eru sterk, enda persónuleg orðsending til ökumannsins fyrir aftan bifreiðina. Þar stendur einfaldlega: „Ég missti vin í bílslysi. Notum bílbeltin." Hilmar Tryggvi segist hafa tekið eftir tveimur ökumönnum sem óku á eftir honum sem spenntu á sig beltin þegar þeir óku á eftir honum. „Svo hef ég líka verið stoppaður og fólk hrósað mér fyrir framtakið," segir Hilmar en það er óhætt að segja að framtakið hafi vakið athygli í umferðinni. „Það er náttúrulega átakanlegt að missa einhvern í umferðinni og það er ágætt að nýta sér það og minna fólk á að nota beltin," segir Hilmar. Auk Hilmars eru þrír félagar hans með límmiða í afturrúðunum. Hann segist hafa fundið fyrir óvæntri eftirspurn eftir miðunum sem Hilmar hannar sjálfur og lætur prenta fyrir sig. Ef einhver hefur áhuga á að nálgast límmiðana þá er hægt að senda Hilmari Tryggva póst á netfangið hilmartryggvi@gmail.com.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira