Erlent

Kerry hótar frekari aðgerðum gegn Rússum

John Kerry og Sergei Lavrov.
John Kerry og Sergei Lavrov. Vísir/AFP
Enn kólnar andrúmsloftið á milli Bandaríkjamanna og Rússa vegna ástandsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrararnir John Kerry og Sergei Lavrov ræddu saman í síma í gærkvöldi þar sem Kerry lýsti miklum áhyggjum yfir því að Rússar hafi ekki gert nægilega mikið til þess að draga úr spennunni á svæðinu.

Þá varaði Kerry við því að víðtækari viðskiptaþvinganir væru á teikniborðinu, láti Rússar ekki segjast.

Lavrov kennir stjórnvöldum í Kænugarði hinsvegar alfarið um ástandið og segir þau ítrekað hafa brotið samkomulag sem náðist í Genf á dögunum, en í gær fyrirskipaði forseti Úkraínu hersveitum sínum að láta aftur til skarar skríða gegn aðskilnaðarsinnum sem hafa opinberar byggingar í austurhluta landsins á sínu valdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×