Kerecis fékk lykilinn að 120 milljarða markaði Svavar Hávarðsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Árlega eru framkvæmdar 100.000 aflimanir í BNA vegna sára sem ekki gróa, m.a. hjá sykursjúkum. Mynd/Kerecis Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. „Á Íslandi borgar ríkið fyrir allar svona vörur en í Bandaríkjunum er notað sérstakt lyklakerfi þar sem hver vara hefur sérstakt númer frá yfirvöldum. Til að fá slíkan lykil þarf að sýna fram á í umsókn að varan virki. Núna höfum við fengið þennan lykil sem gerir læknum kleift að kaupa vöruna okkar og fá hana greidda hjá opinberum eða einkareknum tryggingafélögum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Spurður hvaða máli þetta skref skipti fyrir sölu á vörunni á Bandaríkjamarkaði segir Guðmundur það einfalt. „Án þessa lykils ertu einfaldlega ekki til í kerfinu. Bandaríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir vöruflokkinn sem varan okkar fellur í og því má eiginlega segja að þetta skref sé það mikilvægasta sem við höfum stigið til þessa,“ segir Guðmundur og bætir við að þýðing þessa sé að varan verði enn eftirsóttari fyrir dreifingaraðila í Bandaríkjunum, en markaðsleyfið frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) lá fyrir í nóvember í fyrra. Hvergi í heiminum er stærri markaður fyrir vörur af þessu tagi, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. „Við gerum ráð fyrir að semja við dreifingaraðila fyrir mitt næsta ár og að salan vaxi fljótt upp frá því, en samkeppnin á þessum markaði er hörð,“ segir Guðmundur. Spurður nánar um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þessarar viðurkenningar, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 120 milljörðum íslenskra króna á ári. „Þessi markaður vex um 22% á ári og ef við náum lítilli hlutdeild af því þá hleypur þetta alltaf á hundruðum milljóna króna á ári.“ Varan sem um ræðir er byggð á Kerecis Omega3-tækni félagsins og er ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir Kerecis Omega3 Wound, er affrumað þorskroð sem lagt er beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. Kerecis Omega3 Wound hefur fengið samþykki evrópskra yfirvalda og er sala hafin í Bretlandi, Þýskalandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Sérstaða þessarar tækni er mikil því helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. „Á Íslandi borgar ríkið fyrir allar svona vörur en í Bandaríkjunum er notað sérstakt lyklakerfi þar sem hver vara hefur sérstakt númer frá yfirvöldum. Til að fá slíkan lykil þarf að sýna fram á í umsókn að varan virki. Núna höfum við fengið þennan lykil sem gerir læknum kleift að kaupa vöruna okkar og fá hana greidda hjá opinberum eða einkareknum tryggingafélögum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Spurður hvaða máli þetta skref skipti fyrir sölu á vörunni á Bandaríkjamarkaði segir Guðmundur það einfalt. „Án þessa lykils ertu einfaldlega ekki til í kerfinu. Bandaríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir vöruflokkinn sem varan okkar fellur í og því má eiginlega segja að þetta skref sé það mikilvægasta sem við höfum stigið til þessa,“ segir Guðmundur og bætir við að þýðing þessa sé að varan verði enn eftirsóttari fyrir dreifingaraðila í Bandaríkjunum, en markaðsleyfið frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) lá fyrir í nóvember í fyrra. Hvergi í heiminum er stærri markaður fyrir vörur af þessu tagi, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. „Við gerum ráð fyrir að semja við dreifingaraðila fyrir mitt næsta ár og að salan vaxi fljótt upp frá því, en samkeppnin á þessum markaði er hörð,“ segir Guðmundur. Spurður nánar um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þessarar viðurkenningar, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 120 milljörðum íslenskra króna á ári. „Þessi markaður vex um 22% á ári og ef við náum lítilli hlutdeild af því þá hleypur þetta alltaf á hundruðum milljóna króna á ári.“ Varan sem um ræðir er byggð á Kerecis Omega3-tækni félagsins og er ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir Kerecis Omega3 Wound, er affrumað þorskroð sem lagt er beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. Kerecis Omega3 Wound hefur fengið samþykki evrópskra yfirvalda og er sala hafin í Bretlandi, Þýskalandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Sérstaða þessarar tækni er mikil því helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira