Kennsla - geggjaðasta listgreinin Kristín Valsdóttir skrifar 20. október 2016 00:00 Fyrirsögnin hér að ofan er þekkt tilvitnun frá Magnúsi Pálssyni, myndlistarmanni og kennara til margra ára og eftir honum hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur listsköpun. Hún krefjist jafn mikils sköpunarkrafts og þróttar og öll list. Þegar þrengir að í skólakerfinu virðist það ófrávíkjanleg regla að skorið er niður í list- og verkgreinakennslu. Sú hugmynd sem var viðloðandi list- og verkgreinar þegar ég var í grunnskóla og birtist í orðinu „aukagreinar“ er ótrúlega lífseig í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir öllum greinum og mikilvægi þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá er mikilvægi þess að tjá sig og vinna á skapandi hátt ekki síður mikilvæg. Ekki síst í ljósi þess samfélags sem við búum í og breytist örar en nokkru sinni fyrr. Daglega birtist ný tækni og nýjar hugmyndir sem við þurfum að takast á við. Nám og kennsla verður að efla skapandi og lausnamiðaða hugsun nemenda. Ef við viljum undirbúa nemendur undir líf og starf verðum við að þroska með þeim leiðir til að takast á við síbreytilegan heim. Það verður ekki síst gert í gegnum vinnuaðferðir lista þar sem lagt er í óvissuferð og lokaniðurstaðan ekki endilega ljós fyrirfram. Börnin okkar þurfa þjálfun til að þora að taka áskorunum, reyna á sjálf sig og treysta innsæinu. Að læra það er gulls ígildi fyrir hvern sem er og nýtist við hvaða aðstæður sem er. Fyrir tveimur árum rakst ég á grein eftir bandarískan geimflaugaverkfræðing sem hafði unnið hjá NASA við hönnun á næstu kynslóð geimflauga. Meðfram vinnu sinni hafði hann tekið að sér kennslu ungmenna sem ekki hafði verið úthlutað stóra vinningnum í lífinu. Yfirskrift greinarinnar var Kennsla er engin geimvísindi, hún er miklu flóknari. Ástæða þessarar yfirskriftar skýrði hann m.a. með því að þegar hann væri að leysa verkfræðilegar þrautir þá notaði hann heilann. Þegar hann væri að kenna þyrfti hann hins vegar á öllu sínu að halda. Með hans orðum: „I use my entire being—everything I have.“Svolítið eins og listsköpun Ég gleðst yfir hverjum listamanni sem gerist kennari. Ég gleðst fyrir hönd barnanna að fá vel menntaða listamenn inn í skólastarfið sem með sérþekkingu sinni og vinnulagi geta stuðlað að fjölbreyttum kennsluháttum og innsýn inn í heim lista. Á sama tíma verðum við að sameinast um framtíð barnanna okkar og gera stórátak í skólamálum, þar með talið menntun kennara með ólíkan bakgrunn. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella niður skólagjöld í Listaháskóla Íslands. Listkennari sem útskrifast með meistaragráðu frá Listaháskólanum hefur á núviðri greitt um 2,5 milljónir fyrir sitt fimm ára nám. Kennarar útskrifaðir frá HÍ og HA greiða 450 þúsund fyrir sitt meistaranám. Þetta er ekki jafnræði til náms, hvorki fyrir kennaranemana né tilvonandi nemendur þeirra. Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin hér að ofan er þekkt tilvitnun frá Magnúsi Pálssyni, myndlistarmanni og kennara til margra ára og eftir honum hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur listsköpun. Hún krefjist jafn mikils sköpunarkrafts og þróttar og öll list. Þegar þrengir að í skólakerfinu virðist það ófrávíkjanleg regla að skorið er niður í list- og verkgreinakennslu. Sú hugmynd sem var viðloðandi list- og verkgreinar þegar ég var í grunnskóla og birtist í orðinu „aukagreinar“ er ótrúlega lífseig í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir öllum greinum og mikilvægi þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá er mikilvægi þess að tjá sig og vinna á skapandi hátt ekki síður mikilvæg. Ekki síst í ljósi þess samfélags sem við búum í og breytist örar en nokkru sinni fyrr. Daglega birtist ný tækni og nýjar hugmyndir sem við þurfum að takast á við. Nám og kennsla verður að efla skapandi og lausnamiðaða hugsun nemenda. Ef við viljum undirbúa nemendur undir líf og starf verðum við að þroska með þeim leiðir til að takast á við síbreytilegan heim. Það verður ekki síst gert í gegnum vinnuaðferðir lista þar sem lagt er í óvissuferð og lokaniðurstaðan ekki endilega ljós fyrirfram. Börnin okkar þurfa þjálfun til að þora að taka áskorunum, reyna á sjálf sig og treysta innsæinu. Að læra það er gulls ígildi fyrir hvern sem er og nýtist við hvaða aðstæður sem er. Fyrir tveimur árum rakst ég á grein eftir bandarískan geimflaugaverkfræðing sem hafði unnið hjá NASA við hönnun á næstu kynslóð geimflauga. Meðfram vinnu sinni hafði hann tekið að sér kennslu ungmenna sem ekki hafði verið úthlutað stóra vinningnum í lífinu. Yfirskrift greinarinnar var Kennsla er engin geimvísindi, hún er miklu flóknari. Ástæða þessarar yfirskriftar skýrði hann m.a. með því að þegar hann væri að leysa verkfræðilegar þrautir þá notaði hann heilann. Þegar hann væri að kenna þyrfti hann hins vegar á öllu sínu að halda. Með hans orðum: „I use my entire being—everything I have.“Svolítið eins og listsköpun Ég gleðst yfir hverjum listamanni sem gerist kennari. Ég gleðst fyrir hönd barnanna að fá vel menntaða listamenn inn í skólastarfið sem með sérþekkingu sinni og vinnulagi geta stuðlað að fjölbreyttum kennsluháttum og innsýn inn í heim lista. Á sama tíma verðum við að sameinast um framtíð barnanna okkar og gera stórátak í skólamálum, þar með talið menntun kennara með ólíkan bakgrunn. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella niður skólagjöld í Listaháskóla Íslands. Listkennari sem útskrifast með meistaragráðu frá Listaháskólanum hefur á núviðri greitt um 2,5 milljónir fyrir sitt fimm ára nám. Kennarar útskrifaðir frá HÍ og HA greiða 450 þúsund fyrir sitt meistaranám. Þetta er ekki jafnræði til náms, hvorki fyrir kennaranemana né tilvonandi nemendur þeirra. Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun