Kenna foreldrum um tafir á byggingu nýs skólahúss Þorgeir Helgason skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Dagur B. Eggertsson tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu Vesturbæjarskóla í fyrrasumar. vísir/vilhelm Framkvæmdir við viðbyggingu Vesturbæjarskóla hafa tafist um rúmlega ár. Áætlað var að hefja skólahald í viðbyggingunni haustið 2017 en nú er ljóst að það hefst aldrei fyrr en haustið 2018. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að breyta hafi þurft teikningum til að koma til móts við óskir foreldra en það hafi tekið óþarflega langan tíma. „Ég var lengi formaður foreldrafélagsins og okkur var lofað samráði við hönnun viðbyggingarinnar. Haustið 2014 var stofnaður samráðshópur foreldra til þess að taka þátt í vinnunni. Við vorum hins vegar aldrei kölluð á fund með borgaryfirvöldum. Okkar upplifun var að borgin vildi ekki afskipti foreldra af framkvæmdinni,“ segir Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla.Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla, er hér til vinstri.vísir/anton brinkSíðasta sumar tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingunni. Byggingin mun hýsa hátíðarsal, eldhús og kennslustofur og á að mæta brýnni þörf vegna aukins fjölda nemenda í Vesturbæjarskóla. Jarðvegsframkvæmdir vegna viðbyggingarinnar hófust í fyrrahaust og við þær misstu nemendur helminginn af útisvæði sínu. Dalla segir að upphaflega hafi átt að nota sumarfríið í fyrra til þess að vinna jarðvegsvinnuna á skólalóðinni. Það hafi ekki tekist og framkvæmdirnar hafist á fyrsta skóladegi í fyrra sem hafði í för með sér að mikil læti voru á skólasvæðinu í nokkrar vikur. „Teikningin á viðbyggingunni var klár og við buðum út jarðvinnuna til þess að spara tíma. Það sem gerðist svo var að hönnunin var tekin til endurskoðunar að beiðni foreldrafélagsins sem varð til þess að verkið tafðist. Óskin um endurskoðun kom ekki upp fyrr en eftir að við vorum byrjuð á jarðvinnunni og það hefði verið sérkennilegt að fara að moka ofan í holuna aftur. Við ákváðum því að halda áfram með verkið,“ segir Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Þetta er ömurlegt, lóðin er mjög lítil og það er lítið sigrúm fyrir börnin á lóðinni. Við erum mjög hissa á því að ráðist hafi verið í jarðvegsvinnuna strax þegar teikningarnar voru ekki einu sinni tilbúnar,“ segir Dalla. Áætlað er að bygging viðbyggingarinnar hefjist eftir áramót og taki eitt og hálft ár í smíðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Framkvæmdir við viðbyggingu Vesturbæjarskóla hafa tafist um rúmlega ár. Áætlað var að hefja skólahald í viðbyggingunni haustið 2017 en nú er ljóst að það hefst aldrei fyrr en haustið 2018. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að breyta hafi þurft teikningum til að koma til móts við óskir foreldra en það hafi tekið óþarflega langan tíma. „Ég var lengi formaður foreldrafélagsins og okkur var lofað samráði við hönnun viðbyggingarinnar. Haustið 2014 var stofnaður samráðshópur foreldra til þess að taka þátt í vinnunni. Við vorum hins vegar aldrei kölluð á fund með borgaryfirvöldum. Okkar upplifun var að borgin vildi ekki afskipti foreldra af framkvæmdinni,“ segir Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla.Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla, er hér til vinstri.vísir/anton brinkSíðasta sumar tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingunni. Byggingin mun hýsa hátíðarsal, eldhús og kennslustofur og á að mæta brýnni þörf vegna aukins fjölda nemenda í Vesturbæjarskóla. Jarðvegsframkvæmdir vegna viðbyggingarinnar hófust í fyrrahaust og við þær misstu nemendur helminginn af útisvæði sínu. Dalla segir að upphaflega hafi átt að nota sumarfríið í fyrra til þess að vinna jarðvegsvinnuna á skólalóðinni. Það hafi ekki tekist og framkvæmdirnar hafist á fyrsta skóladegi í fyrra sem hafði í för með sér að mikil læti voru á skólasvæðinu í nokkrar vikur. „Teikningin á viðbyggingunni var klár og við buðum út jarðvinnuna til þess að spara tíma. Það sem gerðist svo var að hönnunin var tekin til endurskoðunar að beiðni foreldrafélagsins sem varð til þess að verkið tafðist. Óskin um endurskoðun kom ekki upp fyrr en eftir að við vorum byrjuð á jarðvinnunni og það hefði verið sérkennilegt að fara að moka ofan í holuna aftur. Við ákváðum því að halda áfram með verkið,“ segir Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Þetta er ömurlegt, lóðin er mjög lítil og það er lítið sigrúm fyrir börnin á lóðinni. Við erum mjög hissa á því að ráðist hafi verið í jarðvegsvinnuna strax þegar teikningarnar voru ekki einu sinni tilbúnar,“ segir Dalla. Áætlað er að bygging viðbyggingarinnar hefjist eftir áramót og taki eitt og hálft ár í smíðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira