ŢRIĐJUDAGUR 31. MAÍ NÝJAST 01:15

Forskot Guđna óhaggađ eftir kapprćđurnar

FRÉTTIR

Keisarinn birtir mynd af Degi og segir ađ međ svona vilja sé allt hćgt

 
Handbolti
12:17 29. JANÚAR 2016
Dagur Sigurđsson er líflegur á hliđarlínunni.
Dagur Sigurđsson er líflegur á hliđarlínunni. VÍSIR/EPA
Tómas Ţór Ţórađrson skrifar

Dagur Sigurðsson stýrir lærisveinum sínum í þýska landsliðinu gegn Noregi í undanúrslitum EM 2016 í handbolta í kvöld. Í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Dagur er orðinn afskaplega vinsæll í Þýskalandi vegna árangurs liðsins sem ekki margir bjuggust við að yrði svona góður vegna mikilla meiðsla.

Þýskaland vann stjörnum prýtt lið Danmerkur í lokaleik milliriðils tvö á miðvikudaginn og hirti þannig sætið í undanúrslitunum af Guðmundi Guðmundssyni.

Mikil spenna er fyrir leiknum í Þýskalandi og ætlar meira að segja fótboltakeisarinn sjálfur, Franz Beckenbauer, að horfa.

„Með svona vilja er allt hægt,“ skrifar keisarinn á Twitter-síðu sína og birtir mynd af Degi Sigurðssyni að fagna á hliðarlínunni. „Í kvöld krossleggjum við fingur og látum okkur dreyma,“ segir Franz Beckebauer.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Keisarinn birtir mynd af Degi og segir ađ međ svona vilja sé allt hćgt
Fara efst