MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 10:00

Tveir á toppnum: Ronaldo heimsótti Conor í Vegas | Myndir

SPORT

Keflavík í undanúrslit í fyrsta leiknum án Margrétar

 
Körfubolti
17:46 09. JANÚAR 2016
Keflavík er komiđ í undanúrslit.
Keflavík er komiđ í undanúrslit. VÍSIR/STEFÁN
Anton Ingi Leifsson skrifar

Keflavík er komið áfram í undanúrslit bikarkeppni kvenna eftir 24 stiga sigur á Skallagrím, 93-69, í eina leik dagsins í bikarnum.

Þetta var fyrsti leikur Keflavíkur eftir að Margrét Sturludóttir var látin taka pokann sinn í gær sem þjálfari Keflavíkur, eins og Vísir greindi frá. Marín Rós Karlsdóttir stýrði því liði Keflavíkur í dag.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og staðan var 38-36 í háfleik. Í síðari hálfleik reyndust heimastúlkur mun sterkari og unnu að lokum öruggan sigur, 93-69.

Melizza Zorning var stigahæst hjá Keflavík með 22 stig, en Sandra Lind Þrastardóttir kom næst með átján stig. Kristrún Sigurjónsdóttir og Sólrún Sæmundsdóttir gerðu báðar 20 stig fyrir Skallagrím.

Á morgun eru svo þrír leikir; Valur - Snæfell, Grindavík - Haukar og Stjarnan - Hamar. Undanúrslitin verða svo leikin helgina 23. - 25. janúar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Keflavík í undanúrslit í fyrsta leiknum án Margrétar
Fara efst