LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 15:15

Í beinni: Akureyri - Fram | Lífsbaráttuslagur á Akureyri

SPORT

Keflavík í undanúrslit í fyrsta leiknum án Margrétar

 
Körfubolti
17:46 09. JANÚAR 2016
Keflavík er komiđ í undanúrslit.
Keflavík er komiđ í undanúrslit. VÍSIR/STEFÁN
Anton Ingi Leifsson skrifar

Keflavík er komið áfram í undanúrslit bikarkeppni kvenna eftir 24 stiga sigur á Skallagrím, 93-69, í eina leik dagsins í bikarnum.

Þetta var fyrsti leikur Keflavíkur eftir að Margrét Sturludóttir var látin taka pokann sinn í gær sem þjálfari Keflavíkur, eins og Vísir greindi frá. Marín Rós Karlsdóttir stýrði því liði Keflavíkur í dag.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og staðan var 38-36 í háfleik. Í síðari hálfleik reyndust heimastúlkur mun sterkari og unnu að lokum öruggan sigur, 93-69.

Melizza Zorning var stigahæst hjá Keflavík með 22 stig, en Sandra Lind Þrastardóttir kom næst með átján stig. Kristrún Sigurjónsdóttir og Sólrún Sæmundsdóttir gerðu báðar 20 stig fyrir Skallagrím.

Á morgun eru svo þrír leikir; Valur - Snæfell, Grindavík - Haukar og Stjarnan - Hamar. Undanúrslitin verða svo leikin helgina 23. - 25. janúar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Keflavík í undanúrslit í fyrsta leiknum án Margrétar
Fara efst