Kaupmenn við Skólavörðustíg ósáttir með sumarlokun Höskuldur Kári Schram skrifar 11. maí 2016 18:45 Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. Lokunin tók gildi um síðustu mánaðamót og stendur til 1. október næstkomandi eða í fimm mánuði. Pósthústræti er orðin göngugata sem og Austurstræti. Þá hefur Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti verið lokað og neðri hluta Skólavörðustígs. Kaupmenn við Skólavörðustíg eru afar ósáttir með þessa lokun og telja að með henni sé verið að draga úr aðgengi almennings að götunni sem síðan hafi mjög slæm áhrif á verslunarrekstur. „Mér finnst þessi lokun grafalvarleg. Mér finnst hún alltof löng. Það er búið að lengja lokunina um marga mánuði og í rauninni lítið um samráð við fólk hérna sem er að reka bæði verslanir og þjónustu,“ segir Heiða Lára Aðalsteinsdóttir eigandi Boutique Bella. Rúmlega 20 kaupmenn við Skólavörðustíg hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þessari lokun er mótmælt. Ófeigur Björnsson gullsmiður segist þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. „Já þeir lokuðu núna 1. maí og salan hefur dregist verulega saman,“ segir Ófeigur. Samtök verslunar og þjónustu ætla að funda með borgaryfirvöldum á morgun vegna málsins. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sýni að borgarbúar og verslunareigendur í miðborginni séu almennt ánægðir með þessar lokanir. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar almennt viti það að þetta hefur gengið mjög vel. Mikill meirihluti rekstraraðila hefur verið ánægður með þetta fyrirkomulag,“ segir Hjálmar. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. Lokunin tók gildi um síðustu mánaðamót og stendur til 1. október næstkomandi eða í fimm mánuði. Pósthústræti er orðin göngugata sem og Austurstræti. Þá hefur Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti verið lokað og neðri hluta Skólavörðustígs. Kaupmenn við Skólavörðustíg eru afar ósáttir með þessa lokun og telja að með henni sé verið að draga úr aðgengi almennings að götunni sem síðan hafi mjög slæm áhrif á verslunarrekstur. „Mér finnst þessi lokun grafalvarleg. Mér finnst hún alltof löng. Það er búið að lengja lokunina um marga mánuði og í rauninni lítið um samráð við fólk hérna sem er að reka bæði verslanir og þjónustu,“ segir Heiða Lára Aðalsteinsdóttir eigandi Boutique Bella. Rúmlega 20 kaupmenn við Skólavörðustíg hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þessari lokun er mótmælt. Ófeigur Björnsson gullsmiður segist þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. „Já þeir lokuðu núna 1. maí og salan hefur dregist verulega saman,“ segir Ófeigur. Samtök verslunar og þjónustu ætla að funda með borgaryfirvöldum á morgun vegna málsins. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sýni að borgarbúar og verslunareigendur í miðborginni séu almennt ánægðir með þessar lokanir. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar almennt viti það að þetta hefur gengið mjög vel. Mikill meirihluti rekstraraðila hefur verið ánægður með þetta fyrirkomulag,“ segir Hjálmar.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira