LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 13:15

Vettel: Ég held ađ ráspóllinn hafi veriđ utan seilingar

SPORT

Kaupir hlut í DV og vill Reyni út

 
Innlent
23:14 26. ÁGÚST 2014
Kaupir hlut í DV og vill Reyni út
VISIR/AUĐUNN/PJETUR

Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. Eyjan greindi fyrst frá.

Laugar kaupir hlutinn af Ólafi Magnússyni, fyrrverandi stjórnarmanni DV og Kú ehf., Catalína ehf., Innrömmun Sigurjóns ehf. og Víkurós ehf. Þetta staðfesti Björn í samtali við fréttastofu.

„Ég vil bara hafa áhrif á það að hér á landi sé rekið gott dagblað,“ segir Björn.

„Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“

Starfsmenn DV ehf. hafa að undanförnu lýst yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins og lýsa þau því sem tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku, þar sem ekki liggur ljóst fyrir hvaða aðilar það eru sem fjármagna kaupin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsmannafélags DV þann 15. ágúst.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Kaupir hlut í DV og vill Reyni út
Fara efst