Kattafárið komið til Hafnarfjarðar: Villiköttur meig í stigagangi SB skrifar 16. júlí 2010 16:51 Þennan villikött handsamaði arkítektinn Jakob Líndal í Hafnarfirði. Íbúar í blokk í Hafnarfirði fengu óvænta heimsókn í gær þegar villiköttur hreiðraði um sig á efsta stigagangi blokkarinnar. Kötturinn vældi og hvæsti á íbúana sem lentu á vegg þegar þeir hringdu eftir hjálp. „Við byrjuðum á að hringja í Kattholt, þeir vísuðu okkur til heilbrigðisnefndar Kópavogs og Garðabæjar sem þeir sögðu með umdæmi hér í Hafnarfirði, þar var okkur vísað á áhaldahúsið í Hafnarfirði, og í áhaldahúsinu sögðu þeir venjuna að fólk hringdi bara í meindýraeyði," segir Birgir Svan Símonarson sem býr í blokkinni á Arnarhrauni. Birgir segist hafa séð villikött ráðast á mann þegar hann var barn að aldri. „Þegar ég var strákur vestur í bæ sá ég villikött ráðast á mann, hann beit í hönd hans og hékk á tönnunum og vildi ekki losna. Þessi dýr geta verið stórhættuleg og það er ágætt að vara fólk við því að reyna að tækla þetta sjálft." Vísir hefur fjallað um villikattavandamálið sem hingað til hefur einskorðast við Kópavoginn. Í fréttinni Kattafár á Kársnesinu sögðum við frá villiketti sem réðst á ófríska konu sem þurfti í kjölfarið að fá stífkrampasprautu. Í framhaldinu steig Jakob Líndal, arkitekt í Kópavogi, fram og sagði frá baráttu sinni við villikött sem hafði brotist inn á heimili hans meðan fjölskyldan var í sumarbústað. Jakob gagnrýndi kerfið og sagðist hafa lent í hringekju þegar hann hringdi eftir hjálp og var vísað á milli heilbrigðisfulltrúa, áhaldahúss og meindýraeyða. „Þetta er nú dálítið fyndið," segir Birgir. „Þarna er fólk sem situr á skrifstofum og bendir á hvort annað. Við þurftum náttúrlega að bera kostnað af þessu í blokkinni, kötturinn pissaði líka í stiganganginum, svo þetta er talsvert vesen að lenda í þessu." Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að hún myndi berjast fyrir samræmdum reglum um kattahald. „Ég vona að það verði pólitísk samstaða um þetta mál. Nú er bara að bretta upp ermar og keyra þetta mál í gegn. Ég mun hefja vinnu við það strax eftir helgi," sagði hún. Enn hefur ekkert bólað á þem reglum sem Guðríður lofaði. Tengdar fréttir Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27 Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04 Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Íbúar í blokk í Hafnarfirði fengu óvænta heimsókn í gær þegar villiköttur hreiðraði um sig á efsta stigagangi blokkarinnar. Kötturinn vældi og hvæsti á íbúana sem lentu á vegg þegar þeir hringdu eftir hjálp. „Við byrjuðum á að hringja í Kattholt, þeir vísuðu okkur til heilbrigðisnefndar Kópavogs og Garðabæjar sem þeir sögðu með umdæmi hér í Hafnarfirði, þar var okkur vísað á áhaldahúsið í Hafnarfirði, og í áhaldahúsinu sögðu þeir venjuna að fólk hringdi bara í meindýraeyði," segir Birgir Svan Símonarson sem býr í blokkinni á Arnarhrauni. Birgir segist hafa séð villikött ráðast á mann þegar hann var barn að aldri. „Þegar ég var strákur vestur í bæ sá ég villikött ráðast á mann, hann beit í hönd hans og hékk á tönnunum og vildi ekki losna. Þessi dýr geta verið stórhættuleg og það er ágætt að vara fólk við því að reyna að tækla þetta sjálft." Vísir hefur fjallað um villikattavandamálið sem hingað til hefur einskorðast við Kópavoginn. Í fréttinni Kattafár á Kársnesinu sögðum við frá villiketti sem réðst á ófríska konu sem þurfti í kjölfarið að fá stífkrampasprautu. Í framhaldinu steig Jakob Líndal, arkitekt í Kópavogi, fram og sagði frá baráttu sinni við villikött sem hafði brotist inn á heimili hans meðan fjölskyldan var í sumarbústað. Jakob gagnrýndi kerfið og sagðist hafa lent í hringekju þegar hann hringdi eftir hjálp og var vísað á milli heilbrigðisfulltrúa, áhaldahúss og meindýraeyða. „Þetta er nú dálítið fyndið," segir Birgir. „Þarna er fólk sem situr á skrifstofum og bendir á hvort annað. Við þurftum náttúrlega að bera kostnað af þessu í blokkinni, kötturinn pissaði líka í stiganganginum, svo þetta er talsvert vesen að lenda í þessu." Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að hún myndi berjast fyrir samræmdum reglum um kattahald. „Ég vona að það verði pólitísk samstaða um þetta mál. Nú er bara að bretta upp ermar og keyra þetta mál í gegn. Ég mun hefja vinnu við það strax eftir helgi," sagði hún. Enn hefur ekkert bólað á þem reglum sem Guðríður lofaði.
Tengdar fréttir Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27 Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04 Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27
Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04
Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16