Katrín hafnar stjórn með Sjálfstæðisflokki Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2016 00:01 Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn eigi ekki samleið með núverandi ríkisstjórnarflokkum og fyrsti valkostur sé alltaf vinstristjórn, án þátttöku þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það leiða af eðli máls að samstarf við vinstriflokka sé langsóttur kostur. Valkostirnir fyrir kosningar séu afar skýrir. Á internetinu hafa birst fréttir af ummælum sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra á að hafa látið falla á fundi með stuðningsmönnum VG í Grímsey á dögunum. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gerði þetta að umtalsefni á Facebook. „Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Benedikt. Umfjöllun um meint ummæli Steingríms gengu svo langt að greint var frá því í frétt með fyrirsögninni: „Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni“Benedikt segir að Steingrímur hafi gleymt því að stundum birast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum. Steingrímur J. Sigfússon hefur borið þetta til baka og segir það þvætting að hann hafi lýst slíku fram á fundi í Grímsey. En í raun skiptir ekki máli hvað Steingrímur sagði eða sagði ekki á fundinum í Grímsey. Hann er ekki formaður Vinstri grænna því hún heitir Katrín Jakobsdóttir. Katrín var ekki í Grímsey en segist hafa rætt málið við Steingrím sem hafi borið þessar fréttir til baka. Hún segir að það myndi ganga gegn samþykktum flokksþings VG að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrsti valkostur sé alltaf myndun ríkisstjórnar með þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að margt hafi verið sagt í umræðunni sem standist illa skoðun en staðan sem sé að teiknast upp sé skýr. Annað hvort ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórn undir forystu VG og Pírata. Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn eigi ekki samleið með núverandi ríkisstjórnarflokkum og fyrsti valkostur sé alltaf vinstristjórn, án þátttöku þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það leiða af eðli máls að samstarf við vinstriflokka sé langsóttur kostur. Valkostirnir fyrir kosningar séu afar skýrir. Á internetinu hafa birst fréttir af ummælum sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra á að hafa látið falla á fundi með stuðningsmönnum VG í Grímsey á dögunum. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gerði þetta að umtalsefni á Facebook. „Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Benedikt. Umfjöllun um meint ummæli Steingríms gengu svo langt að greint var frá því í frétt með fyrirsögninni: „Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni“Benedikt segir að Steingrímur hafi gleymt því að stundum birast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum. Steingrímur J. Sigfússon hefur borið þetta til baka og segir það þvætting að hann hafi lýst slíku fram á fundi í Grímsey. En í raun skiptir ekki máli hvað Steingrímur sagði eða sagði ekki á fundinum í Grímsey. Hann er ekki formaður Vinstri grænna því hún heitir Katrín Jakobsdóttir. Katrín var ekki í Grímsey en segist hafa rætt málið við Steingrím sem hafi borið þessar fréttir til baka. Hún segir að það myndi ganga gegn samþykktum flokksþings VG að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrsti valkostur sé alltaf myndun ríkisstjórnar með þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að margt hafi verið sagt í umræðunni sem standist illa skoðun en staðan sem sé að teiknast upp sé skýr. Annað hvort ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórn undir forystu VG og Pírata.
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent