Karlvæðing þjóðareigna Gunnar Hersveinn skrifar 21. janúar 2011 06:15 Margt er okkur hulið um kynbundið misrétti. Áratugum saman erum við slegin blindu - en svo bendir einhver á skekkjuna og misréttið verður óþægilega augljóst. Kynbundið misrétti blasir oft við þar sem völd og peningar koma við sögu. Völd karla eru stofnanabundin og þeim er viðhaldið á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Konur eru ekki aðeins útilokaðar frá samráði í yfirráðakerfi karla heldur einnig frá þýðingarmiklum stjórnum í viðskiptalífinu og nefndum í stjórnsýslunni. Lýsandi dæmi um þetta er Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, en þar sátu einungis sérvaldir karlmenn í þau fimmtán ár sem tilgreind eru á heimasíðu forsætisráðuneytis, árin 1992-2007. Það er hrópandi kynbundið misrétti sem bitnaði á allri þjóðinni. Verkefni nefndarinnar voru einkavæðing, útboð rekstrarverkefna og sala ríkiseigna. Hún starfaði í umboði ráðherranefndar um einkavæðingu. Ráðherrar ríkisstjórna frá 1991 fólu henni mikilsverð verkefni, til dæmis sölu bankanna, Landsímans og HS Orku. Aðferðin við einkavæðingu bankanna er nú talin ein meginástæða hrunsins 2008 og einkavæðing HS Orku skapar ósætti um eignarhald og nýtingu auðlinda landsins. Verkefni þessarar einkavæðingarnefndar vörðuðu óhjákvæmilega þjóðina alla, konur jafnt sem karla. En kona mátti greinilega ekki eiga sæti í þessari merkisnefnd. Ekki einu sinni starfsmenn nefndarinnar voru konur nema í blálokin, þegar allt var búið, hlaut ein kona þann heiður. Einkavæðing íslenskra þjóðareigna má því með réttu kalla: einkavæðingu karla á eignum þjóðarinnar. Þetta er alvarlegt misrétti og sár móðgun gagnvart öllum sem unna jafnrétti og fyrri kynslóðum sem skópu þessar eignir. Hér var skefjalausa valdkúgun að ræða. Einkavæðing karla merkir greinilega einhæfni og útilokun sjónarmiða og kemur í veg fyrir samráð og jöfnuð í samfélaginu. Fimmtán ára einræði örfárra karla í Framkvæmdanefnd um einkavæðingu var greinilega ekki æskilegt, heldur ávísun á mistök, yfirsjónir, þröngsýni, spillingu og hrun. Jafnrétti er þjóðgildi sem tvívegis hefur verið valið af visku þjóðarinnar á þjóðfundum. Hlustum á þá visku! Aldrei aftur misrétti í boði ríkisins! Tengill: http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/ +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Gunnar Hersveinn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Margt er okkur hulið um kynbundið misrétti. Áratugum saman erum við slegin blindu - en svo bendir einhver á skekkjuna og misréttið verður óþægilega augljóst. Kynbundið misrétti blasir oft við þar sem völd og peningar koma við sögu. Völd karla eru stofnanabundin og þeim er viðhaldið á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Konur eru ekki aðeins útilokaðar frá samráði í yfirráðakerfi karla heldur einnig frá þýðingarmiklum stjórnum í viðskiptalífinu og nefndum í stjórnsýslunni. Lýsandi dæmi um þetta er Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, en þar sátu einungis sérvaldir karlmenn í þau fimmtán ár sem tilgreind eru á heimasíðu forsætisráðuneytis, árin 1992-2007. Það er hrópandi kynbundið misrétti sem bitnaði á allri þjóðinni. Verkefni nefndarinnar voru einkavæðing, útboð rekstrarverkefna og sala ríkiseigna. Hún starfaði í umboði ráðherranefndar um einkavæðingu. Ráðherrar ríkisstjórna frá 1991 fólu henni mikilsverð verkefni, til dæmis sölu bankanna, Landsímans og HS Orku. Aðferðin við einkavæðingu bankanna er nú talin ein meginástæða hrunsins 2008 og einkavæðing HS Orku skapar ósætti um eignarhald og nýtingu auðlinda landsins. Verkefni þessarar einkavæðingarnefndar vörðuðu óhjákvæmilega þjóðina alla, konur jafnt sem karla. En kona mátti greinilega ekki eiga sæti í þessari merkisnefnd. Ekki einu sinni starfsmenn nefndarinnar voru konur nema í blálokin, þegar allt var búið, hlaut ein kona þann heiður. Einkavæðing íslenskra þjóðareigna má því með réttu kalla: einkavæðingu karla á eignum þjóðarinnar. Þetta er alvarlegt misrétti og sár móðgun gagnvart öllum sem unna jafnrétti og fyrri kynslóðum sem skópu þessar eignir. Hér var skefjalausa valdkúgun að ræða. Einkavæðing karla merkir greinilega einhæfni og útilokun sjónarmiða og kemur í veg fyrir samráð og jöfnuð í samfélaginu. Fimmtán ára einræði örfárra karla í Framkvæmdanefnd um einkavæðingu var greinilega ekki æskilegt, heldur ávísun á mistök, yfirsjónir, þröngsýni, spillingu og hrun. Jafnrétti er þjóðgildi sem tvívegis hefur verið valið af visku þjóðarinnar á þjóðfundum. Hlustum á þá visku! Aldrei aftur misrétti í boði ríkisins! Tengill: http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/ +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun