Erlent

Karlmönnum skylt að klippa sig eins og Kim Jong-un

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Götusali (t.v.) í kínversku borginni Shenyang, skammt frá landamærum Norður-Kóreu, með hina umdeildu klippingu.
Götusali (t.v.) í kínversku borginni Shenyang, skammt frá landamærum Norður-Kóreu, með hina umdeildu klippingu. vísir/afp
Háskólanemum í Norður-Kóreu hefur verið gert skylt að klippa sig eins og Kim Jong-un, leiðtogi landsins. BBC greinir frá.

Reglurnar voru kynntar almenningi fyrir hálfum mánuði og er nú unnið að því að framfylgja þeim um allt land. Þær leggjast hins vegar misvel í fólk í Norður-Kóreu, og skal engan undra.

„Klipping leiðtogans er mjög sérstök,“ hefur BBC eftir viðmælanda fréttastofu Radio Free Asia. Hann telur að klippingin fari ekki öllum vel þar sem andlitsfall og höfuðlag fólks sé mismunandi.

Þá benda sumir á að klippingin hafi um langt skeið verið kölluð kínversk smyglaraklipping, vegna líkinda hennar við klippingu kínverskra smyglara.

Mannréttindi eru fótum troðin í Norður-Kóreu og lengi hafa verið í gildi reglur um klippingar. Þar til nú hafa karlmenn aðeins mátt velja úr átján mismunandi klippingum, og konur úr tíu.

Uppfært:BBC hefur leiðrétt fyrri frétt sína um að öllum karlmönnum væri skylt að klippa sig eins og leiðtogi Norður-Kóreu. Reglurnar takmarkist við háskólanema.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×