Karlmenn eru í mestri hættu varðandi skotelda Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 18:45 Karlmenn á öllum aldri eru í aðaláhættuhópnum þegar kemur að slysum vegna notkunar flugelda. Sérfræðingur í augnlækningum segir að á hverju ári verði nokkur mjög alvarleg slys sem jafnvel leiði til varanlegs sjónskaða. Flestir þeir sem verða fyrir alvarlegum skaða af völdum skotelda enda á bráðamóttökunni í Fossvogi hvort sem það er á gamlársdag eða allt fram á þrettándann. Gunnar Már Zoega augnlæknir þekkir verstu skaðana sem fólk verður fyrir að völdum flugelda. „Það er auðvitað stór hópur fólks sem leitar hingað á slysadeildina og hluti af þeim hópi kemur síðan til okkar augnlæknanna. Þótt augað sé stórkostlegt líffæri þá er mjög margt sem getur farið úrskeiðis þegar það verður fyrir flugeld. Allt frá minnihátar skaða sem gengur yfir með einfaldri meðferð yfir í mjög alvarlega og varanlegra skaða sem leiða í verstu tilfellunum til blindu,“ segir Gunnar Már. Um 40 prósent þeirra sem slasist af völdum flugelda fái langvarandi sjónskerðandi skaða. Hann segir miklar sveifur í þeim fjölda sem slasist alvarlega á hverju ári, allt frá einum til tveimur einstaklingum. „Til dæmis fyrir nokkrum árum voru átta fullorðnir karlmenn sem þurftu á augnlækni að halda eftir miðnætti á gamlárskvöld og enginn þeirra hafði verið með hlífðargleraugu. Þetta er einstakt ár hvað þetta varðar. Fyrir nokkrum árum var þetta fjöldi barna og táninga sem komu til augnlækna,“ segir Gunnar Már. Það er gaman að skjóta upp flugeldum og árlega skjóta Íslendingar upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króna og ágóðinn rennur til góðs málefnis. En það eru aðallega karlmenn sem verða fyrir slysunum. Gunnar Már segir karlmennina skiptast í tvo hópa, unglingsstráka sem byrji að skjóta upp um leið og flugeldasalan hefst. „Og verstu slysin geta þá orðið þegar verið er að fikta við flugeldana, taka þá í sundur og búa til eitthvað sem ekki á að gera og síðan fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld sem fylgja ekki leiðbeiningunum, gera eitthvað við flugeldana sem ekki á að gera og lenda þá í slysunum,“ segir Gunnar Már. Það sé því mikilvægt að fara varlega og fara eftir reglunum, þótt vissulega geti slysin gerst þrátt fyrir það. En ákaflega sjaldgæft sé að konur slasist vegna flugelda og Gunnar Már biðlar til mæðra og eiginkvenna skotglaðra karlmanna. „Kvenþjóðin er í lykilhlutverki að passa upp á okkur vil ég segja. Fylgjast með táningunum sínum dagana fyrir og eftir gamlársdag og síðan hugsa um eldri karlpeninginn á gamlárskvöld og sjá til þess að hann sé í skotheldu ástandi og það sé allt í lagi með þá þegar þeir byrja á þessu,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Karlmenn á öllum aldri eru í aðaláhættuhópnum þegar kemur að slysum vegna notkunar flugelda. Sérfræðingur í augnlækningum segir að á hverju ári verði nokkur mjög alvarleg slys sem jafnvel leiði til varanlegs sjónskaða. Flestir þeir sem verða fyrir alvarlegum skaða af völdum skotelda enda á bráðamóttökunni í Fossvogi hvort sem það er á gamlársdag eða allt fram á þrettándann. Gunnar Már Zoega augnlæknir þekkir verstu skaðana sem fólk verður fyrir að völdum flugelda. „Það er auðvitað stór hópur fólks sem leitar hingað á slysadeildina og hluti af þeim hópi kemur síðan til okkar augnlæknanna. Þótt augað sé stórkostlegt líffæri þá er mjög margt sem getur farið úrskeiðis þegar það verður fyrir flugeld. Allt frá minnihátar skaða sem gengur yfir með einfaldri meðferð yfir í mjög alvarlega og varanlegra skaða sem leiða í verstu tilfellunum til blindu,“ segir Gunnar Már. Um 40 prósent þeirra sem slasist af völdum flugelda fái langvarandi sjónskerðandi skaða. Hann segir miklar sveifur í þeim fjölda sem slasist alvarlega á hverju ári, allt frá einum til tveimur einstaklingum. „Til dæmis fyrir nokkrum árum voru átta fullorðnir karlmenn sem þurftu á augnlækni að halda eftir miðnætti á gamlárskvöld og enginn þeirra hafði verið með hlífðargleraugu. Þetta er einstakt ár hvað þetta varðar. Fyrir nokkrum árum var þetta fjöldi barna og táninga sem komu til augnlækna,“ segir Gunnar Már. Það er gaman að skjóta upp flugeldum og árlega skjóta Íslendingar upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króna og ágóðinn rennur til góðs málefnis. En það eru aðallega karlmenn sem verða fyrir slysunum. Gunnar Már segir karlmennina skiptast í tvo hópa, unglingsstráka sem byrji að skjóta upp um leið og flugeldasalan hefst. „Og verstu slysin geta þá orðið þegar verið er að fikta við flugeldana, taka þá í sundur og búa til eitthvað sem ekki á að gera og síðan fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld sem fylgja ekki leiðbeiningunum, gera eitthvað við flugeldana sem ekki á að gera og lenda þá í slysunum,“ segir Gunnar Már. Það sé því mikilvægt að fara varlega og fara eftir reglunum, þótt vissulega geti slysin gerst þrátt fyrir það. En ákaflega sjaldgæft sé að konur slasist vegna flugelda og Gunnar Már biðlar til mæðra og eiginkvenna skotglaðra karlmanna. „Kvenþjóðin er í lykilhlutverki að passa upp á okkur vil ég segja. Fylgjast með táningunum sínum dagana fyrir og eftir gamlársdag og síðan hugsa um eldri karlpeninginn á gamlárskvöld og sjá til þess að hann sé í skotheldu ástandi og það sé allt í lagi með þá þegar þeir byrja á þessu,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira