Karlmenn eru í mestri hættu varðandi skotelda Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 18:45 Karlmenn á öllum aldri eru í aðaláhættuhópnum þegar kemur að slysum vegna notkunar flugelda. Sérfræðingur í augnlækningum segir að á hverju ári verði nokkur mjög alvarleg slys sem jafnvel leiði til varanlegs sjónskaða. Flestir þeir sem verða fyrir alvarlegum skaða af völdum skotelda enda á bráðamóttökunni í Fossvogi hvort sem það er á gamlársdag eða allt fram á þrettándann. Gunnar Már Zoega augnlæknir þekkir verstu skaðana sem fólk verður fyrir að völdum flugelda. „Það er auðvitað stór hópur fólks sem leitar hingað á slysadeildina og hluti af þeim hópi kemur síðan til okkar augnlæknanna. Þótt augað sé stórkostlegt líffæri þá er mjög margt sem getur farið úrskeiðis þegar það verður fyrir flugeld. Allt frá minnihátar skaða sem gengur yfir með einfaldri meðferð yfir í mjög alvarlega og varanlegra skaða sem leiða í verstu tilfellunum til blindu,“ segir Gunnar Már. Um 40 prósent þeirra sem slasist af völdum flugelda fái langvarandi sjónskerðandi skaða. Hann segir miklar sveifur í þeim fjölda sem slasist alvarlega á hverju ári, allt frá einum til tveimur einstaklingum. „Til dæmis fyrir nokkrum árum voru átta fullorðnir karlmenn sem þurftu á augnlækni að halda eftir miðnætti á gamlárskvöld og enginn þeirra hafði verið með hlífðargleraugu. Þetta er einstakt ár hvað þetta varðar. Fyrir nokkrum árum var þetta fjöldi barna og táninga sem komu til augnlækna,“ segir Gunnar Már. Það er gaman að skjóta upp flugeldum og árlega skjóta Íslendingar upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króna og ágóðinn rennur til góðs málefnis. En það eru aðallega karlmenn sem verða fyrir slysunum. Gunnar Már segir karlmennina skiptast í tvo hópa, unglingsstráka sem byrji að skjóta upp um leið og flugeldasalan hefst. „Og verstu slysin geta þá orðið þegar verið er að fikta við flugeldana, taka þá í sundur og búa til eitthvað sem ekki á að gera og síðan fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld sem fylgja ekki leiðbeiningunum, gera eitthvað við flugeldana sem ekki á að gera og lenda þá í slysunum,“ segir Gunnar Már. Það sé því mikilvægt að fara varlega og fara eftir reglunum, þótt vissulega geti slysin gerst þrátt fyrir það. En ákaflega sjaldgæft sé að konur slasist vegna flugelda og Gunnar Már biðlar til mæðra og eiginkvenna skotglaðra karlmanna. „Kvenþjóðin er í lykilhlutverki að passa upp á okkur vil ég segja. Fylgjast með táningunum sínum dagana fyrir og eftir gamlársdag og síðan hugsa um eldri karlpeninginn á gamlárskvöld og sjá til þess að hann sé í skotheldu ástandi og það sé allt í lagi með þá þegar þeir byrja á þessu,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Karlmenn á öllum aldri eru í aðaláhættuhópnum þegar kemur að slysum vegna notkunar flugelda. Sérfræðingur í augnlækningum segir að á hverju ári verði nokkur mjög alvarleg slys sem jafnvel leiði til varanlegs sjónskaða. Flestir þeir sem verða fyrir alvarlegum skaða af völdum skotelda enda á bráðamóttökunni í Fossvogi hvort sem það er á gamlársdag eða allt fram á þrettándann. Gunnar Már Zoega augnlæknir þekkir verstu skaðana sem fólk verður fyrir að völdum flugelda. „Það er auðvitað stór hópur fólks sem leitar hingað á slysadeildina og hluti af þeim hópi kemur síðan til okkar augnlæknanna. Þótt augað sé stórkostlegt líffæri þá er mjög margt sem getur farið úrskeiðis þegar það verður fyrir flugeld. Allt frá minnihátar skaða sem gengur yfir með einfaldri meðferð yfir í mjög alvarlega og varanlegra skaða sem leiða í verstu tilfellunum til blindu,“ segir Gunnar Már. Um 40 prósent þeirra sem slasist af völdum flugelda fái langvarandi sjónskerðandi skaða. Hann segir miklar sveifur í þeim fjölda sem slasist alvarlega á hverju ári, allt frá einum til tveimur einstaklingum. „Til dæmis fyrir nokkrum árum voru átta fullorðnir karlmenn sem þurftu á augnlækni að halda eftir miðnætti á gamlárskvöld og enginn þeirra hafði verið með hlífðargleraugu. Þetta er einstakt ár hvað þetta varðar. Fyrir nokkrum árum var þetta fjöldi barna og táninga sem komu til augnlækna,“ segir Gunnar Már. Það er gaman að skjóta upp flugeldum og árlega skjóta Íslendingar upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króna og ágóðinn rennur til góðs málefnis. En það eru aðallega karlmenn sem verða fyrir slysunum. Gunnar Már segir karlmennina skiptast í tvo hópa, unglingsstráka sem byrji að skjóta upp um leið og flugeldasalan hefst. „Og verstu slysin geta þá orðið þegar verið er að fikta við flugeldana, taka þá í sundur og búa til eitthvað sem ekki á að gera og síðan fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld sem fylgja ekki leiðbeiningunum, gera eitthvað við flugeldana sem ekki á að gera og lenda þá í slysunum,“ segir Gunnar Már. Það sé því mikilvægt að fara varlega og fara eftir reglunum, þótt vissulega geti slysin gerst þrátt fyrir það. En ákaflega sjaldgæft sé að konur slasist vegna flugelda og Gunnar Már biðlar til mæðra og eiginkvenna skotglaðra karlmanna. „Kvenþjóðin er í lykilhlutverki að passa upp á okkur vil ég segja. Fylgjast með táningunum sínum dagana fyrir og eftir gamlársdag og síðan hugsa um eldri karlpeninginn á gamlárskvöld og sjá til þess að hann sé í skotheldu ástandi og það sé allt í lagi með þá þegar þeir byrja á þessu,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira