Karl Marx hafði rétt fyrir sér Bjarni Jónsson skrifar 5. desember 2014 00:00 Í öllum hinum vestræna heimi hafa útgjöld hins opinbera aukist á liðnum áratugum með svipuðum hætti og á Íslandi, eins og um náttúrulögmál sé að ræða. Aukningin er mest í öðru en grunnstoðum samfélagsins. Nýjar stofnanir, stofur og sjóðir eru settir á fót sem sífellt krefjast meira fjármagns. Opinber útgjöld hækka án þess að við finnum mikið fyrir því, en safnast upp eftir því sem árin og áratugir líða. Raunaukning gjalda hins opinbera hefur verið um 3,8% á ári síðustu 33 ár. Árið 1980 voru útgjöld kr. 383.000 á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu, á verðlagi 2013 (sjá mynd). Að meðaltali hafa útgjöldin aukist um kr. 16.500 í hverjum einasta mánuði frá janúar 1980 til desember 2013, og voru þá orðin kr. 852.000. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa útgjöldin aukist úr 34% 1980 í 44% 2013.Hvers vegna aukast útgjöldin? Það fjölgar hlutfallslega stöðugt í hópi opinberra starfsmanna. Þeir kjósa fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir sem gæta hagsmuna þeirra, en hagsmunirnir felast einmitt í meiri útgjöldum, meiri lífeyrisskuldbindingum og meira starfsöryggi. Þessir fulltrúar eru gjarnan á vinstri væng stjórnmálanna. Aðrir flokkar sjá sig síðan knúna til að haga stefnu sinni á sama hátt, eigi þeir að fá atkvæði frá þessum stækkandi hópi. Útgjaldaaukning er hjá öllum ríkisstjórnum, hvergi er niðurskurður (sjá mynd). Fjórða valdið, fjölmiðlar, gagnrýna sjaldnast aukin útgjöld, en gagnrýna nær alltaf hugmyndir um minnkun útgjalda. Af fréttaflutningi mætti ætla að sífellt væri verið að skera niður. Fyrirsögnin „Kerfið brást“ er vinsæl. Þeir sem tala fyrir aðhaldi í rekstri eru úthrópaðir og uppnefndir. Starfsfólk hinna fjölmörgu stofnana og stofa ríkis og sveitarfélaga, sem ekki teljast til grunnstoða samfélagsins, standa vörð um störf sín. Öllum hugmyndum um aðhald er kröftuglega mótmælt. Fjölmiðlar taka undir mótmælin og lýsa því neyðarástandi sem muni skapast. Hægt og rólega hefur samfélagið þróast eins og samkvæmt náttúrulögmáli í átt að auknum opinberum rekstri, eins og Karl Marx spáði.Hver er afleiðingin? Eftir því sem opinber útgjöld aukast dregur úr mætti og nýsköpun efnahagslífsins. Gömul stórfyrirtæki verða allsráðandi. Til að örva atvinnulífið vilja vinstri menn veita skattfé til atvinnulífsins í gegnum sjóði, undir slagorðum eins og græna hagkerfið og skapandi greinar. Engum dettur í hug að létta skattbyrðar á fyrirtæki og einstaklinga almennt, þó að til lengri tíma litið skilaði það þróttmeira atvinnulífi, hærri launum og meiri skatttekjum. Lítill hvati er til að auka tekjur eða taka áhættu. Ef einstaklingur hættir eigin fé í rekstur fyrirtækis, og greiðir sér arð ef vel gengur, greiðir hann (og fyrirtækið) sama hlutfall í skatt eins og um laun væri að ræða. Af hverju ætti einhver að taka slíka áhættu? Jaðaráhrif skatta gera ávinning af meiri vinnu launamanna hverfandi. Svört starfsemi eykst. Erfiðara verður fyrir ríki og sveitarfélög að afla tekna. Skuldir aukast og útgjöld til vaxtagreiðslna. Hætta er á óðaverðbólgu þar sem ríkið freistast til að prenta peninga. Samfélagið verður ósamkeppnishæft á alþjóðamarkaði. Lífskjör versna, ekki mjög hratt, en hægt og örugglega. Fólk venst á að krefja hið opinbera um lausnir á hvers kyns viðfangsefnum, og að það beri alfarið og óskoraða ábyrgð á velferð þess. Frumkvæði og áræðni hverfur. Samfélagið staðnar, líkt og í Austur-Evrópu, Sovétríkjunum og á Kúbu forðum.Hvað er til ráða? Því miður eru engin ráð til. Baráttan er töpuð. Að vinda ofan af opinbera kerfinu er pólitískt ekki hægt. Ein hugmynd sem myndi virka væri að svipta ríkisstarfsmenn atkvæðisrétti vegna hagsmunatengsla. Slíkar hugmyndir hafa þó varla hljómgrunn. Við munum, eins og öll vestræn ríki, sigla hægt en örugglega í algjöra stöðnun. Mörg Evrópusambandsríki eru komin langt á þeirri vegferð, Bandaríkin heldur styttra. Það mun gerast hjá okkur eftir 20-30 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Í öllum hinum vestræna heimi hafa útgjöld hins opinbera aukist á liðnum áratugum með svipuðum hætti og á Íslandi, eins og um náttúrulögmál sé að ræða. Aukningin er mest í öðru en grunnstoðum samfélagsins. Nýjar stofnanir, stofur og sjóðir eru settir á fót sem sífellt krefjast meira fjármagns. Opinber útgjöld hækka án þess að við finnum mikið fyrir því, en safnast upp eftir því sem árin og áratugir líða. Raunaukning gjalda hins opinbera hefur verið um 3,8% á ári síðustu 33 ár. Árið 1980 voru útgjöld kr. 383.000 á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu, á verðlagi 2013 (sjá mynd). Að meðaltali hafa útgjöldin aukist um kr. 16.500 í hverjum einasta mánuði frá janúar 1980 til desember 2013, og voru þá orðin kr. 852.000. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa útgjöldin aukist úr 34% 1980 í 44% 2013.Hvers vegna aukast útgjöldin? Það fjölgar hlutfallslega stöðugt í hópi opinberra starfsmanna. Þeir kjósa fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir sem gæta hagsmuna þeirra, en hagsmunirnir felast einmitt í meiri útgjöldum, meiri lífeyrisskuldbindingum og meira starfsöryggi. Þessir fulltrúar eru gjarnan á vinstri væng stjórnmálanna. Aðrir flokkar sjá sig síðan knúna til að haga stefnu sinni á sama hátt, eigi þeir að fá atkvæði frá þessum stækkandi hópi. Útgjaldaaukning er hjá öllum ríkisstjórnum, hvergi er niðurskurður (sjá mynd). Fjórða valdið, fjölmiðlar, gagnrýna sjaldnast aukin útgjöld, en gagnrýna nær alltaf hugmyndir um minnkun útgjalda. Af fréttaflutningi mætti ætla að sífellt væri verið að skera niður. Fyrirsögnin „Kerfið brást“ er vinsæl. Þeir sem tala fyrir aðhaldi í rekstri eru úthrópaðir og uppnefndir. Starfsfólk hinna fjölmörgu stofnana og stofa ríkis og sveitarfélaga, sem ekki teljast til grunnstoða samfélagsins, standa vörð um störf sín. Öllum hugmyndum um aðhald er kröftuglega mótmælt. Fjölmiðlar taka undir mótmælin og lýsa því neyðarástandi sem muni skapast. Hægt og rólega hefur samfélagið þróast eins og samkvæmt náttúrulögmáli í átt að auknum opinberum rekstri, eins og Karl Marx spáði.Hver er afleiðingin? Eftir því sem opinber útgjöld aukast dregur úr mætti og nýsköpun efnahagslífsins. Gömul stórfyrirtæki verða allsráðandi. Til að örva atvinnulífið vilja vinstri menn veita skattfé til atvinnulífsins í gegnum sjóði, undir slagorðum eins og græna hagkerfið og skapandi greinar. Engum dettur í hug að létta skattbyrðar á fyrirtæki og einstaklinga almennt, þó að til lengri tíma litið skilaði það þróttmeira atvinnulífi, hærri launum og meiri skatttekjum. Lítill hvati er til að auka tekjur eða taka áhættu. Ef einstaklingur hættir eigin fé í rekstur fyrirtækis, og greiðir sér arð ef vel gengur, greiðir hann (og fyrirtækið) sama hlutfall í skatt eins og um laun væri að ræða. Af hverju ætti einhver að taka slíka áhættu? Jaðaráhrif skatta gera ávinning af meiri vinnu launamanna hverfandi. Svört starfsemi eykst. Erfiðara verður fyrir ríki og sveitarfélög að afla tekna. Skuldir aukast og útgjöld til vaxtagreiðslna. Hætta er á óðaverðbólgu þar sem ríkið freistast til að prenta peninga. Samfélagið verður ósamkeppnishæft á alþjóðamarkaði. Lífskjör versna, ekki mjög hratt, en hægt og örugglega. Fólk venst á að krefja hið opinbera um lausnir á hvers kyns viðfangsefnum, og að það beri alfarið og óskoraða ábyrgð á velferð þess. Frumkvæði og áræðni hverfur. Samfélagið staðnar, líkt og í Austur-Evrópu, Sovétríkjunum og á Kúbu forðum.Hvað er til ráða? Því miður eru engin ráð til. Baráttan er töpuð. Að vinda ofan af opinbera kerfinu er pólitískt ekki hægt. Ein hugmynd sem myndi virka væri að svipta ríkisstarfsmenn atkvæðisrétti vegna hagsmunatengsla. Slíkar hugmyndir hafa þó varla hljómgrunn. Við munum, eins og öll vestræn ríki, sigla hægt en örugglega í algjöra stöðnun. Mörg Evrópusambandsríki eru komin langt á þeirri vegferð, Bandaríkin heldur styttra. Það mun gerast hjá okkur eftir 20-30 ár.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar