Kári Stefánsson útskýrir af hverju sumir dökkhærðir fá rautt skegg Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson fer yfir skeggvöxt og hárlit. Ég er ekki í þessum hópi, hópi þessara tísku stráka. Þegar maður býr á Íslandi lætur maður sér vaxa skegg ef Guð leyfir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um skeggtískuna sem tröllríður nú öllu. Blaðamaður sló á þráðinn til Kára, til þess að fá úr því skorið hvers vegna sumir karlmenn, sem kannski eru dökkhærðir, eru með rautt skegg. Að sjálfsögðu var Kári með svör á reiðum höndum.Stökkbreyting erfðavísis Þegar Kári útskýrir hárlit fer hann strax í fagmál. „Þetta er stökkbreyting í afkvæmum erfðavísis sem býr til viðtæki fyrir melanocortin. Þessi stökkbreyting leiðir til þess að sumir fá rautt hár og verða viðkvæmir fyrir sólarljósi. Tjáningarmyndin á þessari stökkbreytingu getur verið mismunandi,“ segir Kári og heldur áfram: „Sumir verða algjörlega rauðhærðir á meðan aðrir fá kannski bara rauðan lokk í skeggið, eins og til dæmis ég. Þrátt fyrir að ég hafi verið með tiltölulega dökkt hár.“ Kári segir stökkbreytinguna vera misjafnlega sterka, „Tjáningarmyndin er ekki eins fullkomin, sumt fólk verður algjörlega rauðhært og þá viðkvæmara fyrir sólarljósi.“Xabi Alonso er spænskur og er með tiltölulega dökkt hár en rautt skegg. Hann ætti að forðast sólarljósið, að sögn Kára.Eykur líkur á sortuæxlum Einn fylgifiskur þessarar stökkbreytingar er víðsjárverður. „Þegar þessi stökkbreyting finnst í fólki suðurfrá, eins og á Spáni, eykur hún mjög mikið líkurnar á sortuæxlum. En til þess að sortuæxlin eigi sér stað verða menn að vera fyrir miklu sólarljósi,“ segir Kári. Hann segir stökkbreytinguna finnast í sex prósentum Spánverja, sautján prósent Svía en tuttugu og sex prósent Íslendinga. „Á Íslandi hefur þessi stökkbreyting engin áhrif á tíðni sortuæxla. Hún þrefaldar tíðnina á Spáni og tvöfaldar hana í Svíþjóð. Þannig að hversu mikil áhrif hún hefur á hættuna á sortuæxlum, markast af því hvað menn verða fyrir miklu sólarljósi. Eins og þú veist kæri samlandi,“ segir Kári í góðlátlegum tóni við blaðamann og heldur áfram: „Þá getur maður flúið sólarljósið hér á landi, ef maður er viðkvæmur fyrir því.“James Harden er með eitt þekktasta skegg veraldar.Skeggtískan og Kári Kári gefur lítið fyrir þá sem safna skeggi í tískuskyni og segist alls ekki elta nýjustu strauma í tískunni. „Þessi skeggítska þetta er bara afturhvarf til hins gamla tíma. Það voru allir með skegg hér þegar land byggðist og þeir sem voru ekki með skegg voru hæddir fyrir það. Ég hef verið með skegg síðan ég var í vöggu. Ég hef bara alltaf verið með skegg.“ Þegar hann er spurður hvort hann noti hluti eins og skeggolíu, sem er vinsæl hjá skeggjuðum karlmönnum hussar Kári. „Ég veit ekki einu sinni hvað skeggolía er.“ Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Ég er ekki í þessum hópi, hópi þessara tísku stráka. Þegar maður býr á Íslandi lætur maður sér vaxa skegg ef Guð leyfir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um skeggtískuna sem tröllríður nú öllu. Blaðamaður sló á þráðinn til Kára, til þess að fá úr því skorið hvers vegna sumir karlmenn, sem kannski eru dökkhærðir, eru með rautt skegg. Að sjálfsögðu var Kári með svör á reiðum höndum.Stökkbreyting erfðavísis Þegar Kári útskýrir hárlit fer hann strax í fagmál. „Þetta er stökkbreyting í afkvæmum erfðavísis sem býr til viðtæki fyrir melanocortin. Þessi stökkbreyting leiðir til þess að sumir fá rautt hár og verða viðkvæmir fyrir sólarljósi. Tjáningarmyndin á þessari stökkbreytingu getur verið mismunandi,“ segir Kári og heldur áfram: „Sumir verða algjörlega rauðhærðir á meðan aðrir fá kannski bara rauðan lokk í skeggið, eins og til dæmis ég. Þrátt fyrir að ég hafi verið með tiltölulega dökkt hár.“ Kári segir stökkbreytinguna vera misjafnlega sterka, „Tjáningarmyndin er ekki eins fullkomin, sumt fólk verður algjörlega rauðhært og þá viðkvæmara fyrir sólarljósi.“Xabi Alonso er spænskur og er með tiltölulega dökkt hár en rautt skegg. Hann ætti að forðast sólarljósið, að sögn Kára.Eykur líkur á sortuæxlum Einn fylgifiskur þessarar stökkbreytingar er víðsjárverður. „Þegar þessi stökkbreyting finnst í fólki suðurfrá, eins og á Spáni, eykur hún mjög mikið líkurnar á sortuæxlum. En til þess að sortuæxlin eigi sér stað verða menn að vera fyrir miklu sólarljósi,“ segir Kári. Hann segir stökkbreytinguna finnast í sex prósentum Spánverja, sautján prósent Svía en tuttugu og sex prósent Íslendinga. „Á Íslandi hefur þessi stökkbreyting engin áhrif á tíðni sortuæxla. Hún þrefaldar tíðnina á Spáni og tvöfaldar hana í Svíþjóð. Þannig að hversu mikil áhrif hún hefur á hættuna á sortuæxlum, markast af því hvað menn verða fyrir miklu sólarljósi. Eins og þú veist kæri samlandi,“ segir Kári í góðlátlegum tóni við blaðamann og heldur áfram: „Þá getur maður flúið sólarljósið hér á landi, ef maður er viðkvæmur fyrir því.“James Harden er með eitt þekktasta skegg veraldar.Skeggtískan og Kári Kári gefur lítið fyrir þá sem safna skeggi í tískuskyni og segist alls ekki elta nýjustu strauma í tískunni. „Þessi skeggítska þetta er bara afturhvarf til hins gamla tíma. Það voru allir með skegg hér þegar land byggðist og þeir sem voru ekki með skegg voru hæddir fyrir það. Ég hef verið með skegg síðan ég var í vöggu. Ég hef bara alltaf verið með skegg.“ Þegar hann er spurður hvort hann noti hluti eins og skeggolíu, sem er vinsæl hjá skeggjuðum karlmönnum hussar Kári. „Ég veit ekki einu sinni hvað skeggolía er.“
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira