Kári Stefánsson útskýrir af hverju sumir dökkhærðir fá rautt skegg Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson fer yfir skeggvöxt og hárlit. Ég er ekki í þessum hópi, hópi þessara tísku stráka. Þegar maður býr á Íslandi lætur maður sér vaxa skegg ef Guð leyfir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um skeggtískuna sem tröllríður nú öllu. Blaðamaður sló á þráðinn til Kára, til þess að fá úr því skorið hvers vegna sumir karlmenn, sem kannski eru dökkhærðir, eru með rautt skegg. Að sjálfsögðu var Kári með svör á reiðum höndum.Stökkbreyting erfðavísis Þegar Kári útskýrir hárlit fer hann strax í fagmál. „Þetta er stökkbreyting í afkvæmum erfðavísis sem býr til viðtæki fyrir melanocortin. Þessi stökkbreyting leiðir til þess að sumir fá rautt hár og verða viðkvæmir fyrir sólarljósi. Tjáningarmyndin á þessari stökkbreytingu getur verið mismunandi,“ segir Kári og heldur áfram: „Sumir verða algjörlega rauðhærðir á meðan aðrir fá kannski bara rauðan lokk í skeggið, eins og til dæmis ég. Þrátt fyrir að ég hafi verið með tiltölulega dökkt hár.“ Kári segir stökkbreytinguna vera misjafnlega sterka, „Tjáningarmyndin er ekki eins fullkomin, sumt fólk verður algjörlega rauðhært og þá viðkvæmara fyrir sólarljósi.“Xabi Alonso er spænskur og er með tiltölulega dökkt hár en rautt skegg. Hann ætti að forðast sólarljósið, að sögn Kára.Eykur líkur á sortuæxlum Einn fylgifiskur þessarar stökkbreytingar er víðsjárverður. „Þegar þessi stökkbreyting finnst í fólki suðurfrá, eins og á Spáni, eykur hún mjög mikið líkurnar á sortuæxlum. En til þess að sortuæxlin eigi sér stað verða menn að vera fyrir miklu sólarljósi,“ segir Kári. Hann segir stökkbreytinguna finnast í sex prósentum Spánverja, sautján prósent Svía en tuttugu og sex prósent Íslendinga. „Á Íslandi hefur þessi stökkbreyting engin áhrif á tíðni sortuæxla. Hún þrefaldar tíðnina á Spáni og tvöfaldar hana í Svíþjóð. Þannig að hversu mikil áhrif hún hefur á hættuna á sortuæxlum, markast af því hvað menn verða fyrir miklu sólarljósi. Eins og þú veist kæri samlandi,“ segir Kári í góðlátlegum tóni við blaðamann og heldur áfram: „Þá getur maður flúið sólarljósið hér á landi, ef maður er viðkvæmur fyrir því.“James Harden er með eitt þekktasta skegg veraldar.Skeggtískan og Kári Kári gefur lítið fyrir þá sem safna skeggi í tískuskyni og segist alls ekki elta nýjustu strauma í tískunni. „Þessi skeggítska þetta er bara afturhvarf til hins gamla tíma. Það voru allir með skegg hér þegar land byggðist og þeir sem voru ekki með skegg voru hæddir fyrir það. Ég hef verið með skegg síðan ég var í vöggu. Ég hef bara alltaf verið með skegg.“ Þegar hann er spurður hvort hann noti hluti eins og skeggolíu, sem er vinsæl hjá skeggjuðum karlmönnum hussar Kári. „Ég veit ekki einu sinni hvað skeggolía er.“ Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Ég er ekki í þessum hópi, hópi þessara tísku stráka. Þegar maður býr á Íslandi lætur maður sér vaxa skegg ef Guð leyfir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um skeggtískuna sem tröllríður nú öllu. Blaðamaður sló á þráðinn til Kára, til þess að fá úr því skorið hvers vegna sumir karlmenn, sem kannski eru dökkhærðir, eru með rautt skegg. Að sjálfsögðu var Kári með svör á reiðum höndum.Stökkbreyting erfðavísis Þegar Kári útskýrir hárlit fer hann strax í fagmál. „Þetta er stökkbreyting í afkvæmum erfðavísis sem býr til viðtæki fyrir melanocortin. Þessi stökkbreyting leiðir til þess að sumir fá rautt hár og verða viðkvæmir fyrir sólarljósi. Tjáningarmyndin á þessari stökkbreytingu getur verið mismunandi,“ segir Kári og heldur áfram: „Sumir verða algjörlega rauðhærðir á meðan aðrir fá kannski bara rauðan lokk í skeggið, eins og til dæmis ég. Þrátt fyrir að ég hafi verið með tiltölulega dökkt hár.“ Kári segir stökkbreytinguna vera misjafnlega sterka, „Tjáningarmyndin er ekki eins fullkomin, sumt fólk verður algjörlega rauðhært og þá viðkvæmara fyrir sólarljósi.“Xabi Alonso er spænskur og er með tiltölulega dökkt hár en rautt skegg. Hann ætti að forðast sólarljósið, að sögn Kára.Eykur líkur á sortuæxlum Einn fylgifiskur þessarar stökkbreytingar er víðsjárverður. „Þegar þessi stökkbreyting finnst í fólki suðurfrá, eins og á Spáni, eykur hún mjög mikið líkurnar á sortuæxlum. En til þess að sortuæxlin eigi sér stað verða menn að vera fyrir miklu sólarljósi,“ segir Kári. Hann segir stökkbreytinguna finnast í sex prósentum Spánverja, sautján prósent Svía en tuttugu og sex prósent Íslendinga. „Á Íslandi hefur þessi stökkbreyting engin áhrif á tíðni sortuæxla. Hún þrefaldar tíðnina á Spáni og tvöfaldar hana í Svíþjóð. Þannig að hversu mikil áhrif hún hefur á hættuna á sortuæxlum, markast af því hvað menn verða fyrir miklu sólarljósi. Eins og þú veist kæri samlandi,“ segir Kári í góðlátlegum tóni við blaðamann og heldur áfram: „Þá getur maður flúið sólarljósið hér á landi, ef maður er viðkvæmur fyrir því.“James Harden er með eitt þekktasta skegg veraldar.Skeggtískan og Kári Kári gefur lítið fyrir þá sem safna skeggi í tískuskyni og segist alls ekki elta nýjustu strauma í tískunni. „Þessi skeggítska þetta er bara afturhvarf til hins gamla tíma. Það voru allir með skegg hér þegar land byggðist og þeir sem voru ekki með skegg voru hæddir fyrir það. Ég hef verið með skegg síðan ég var í vöggu. Ég hef bara alltaf verið með skegg.“ Þegar hann er spurður hvort hann noti hluti eins og skeggolíu, sem er vinsæl hjá skeggjuðum karlmönnum hussar Kári. „Ég veit ekki einu sinni hvað skeggolía er.“
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira