Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. maí 2014 11:26 Söfnun sýnanna var kynnt í Hörpu í vikunni. VÍSIR/GVA „Hverja ætti maður þá að ráða til verksins? Yrðum við að ráða til þess vont fólk? Vegna þess að gott fólk hefði það einhvern veginn í sér að setja einhvern þrýsting,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), um gagnrýni Salvarar Nordal, forstöðumanns Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands á samstarf ÍE og Landsbjargar um söfnun lífsýna. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með 2.000 krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Salvör Nordal.Salvör sagði í viðtali í Fréttablaðinu í dag að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu.Fullveðja fólk geti tekið ákvarðanir Aðalgangrýni Salvarar er sú að sögn Kára að með því að fá Landsbjargarmenn til þess að banka upp á hjá fólki og safna sýnum og samþykkisformum sé ÍE að setja óeðlilega og óæskilega þrýsting á fólk til þess að taka þátt í rannsókninni. „Og það er þá vegna þess að flugbjörgunarsveitarfólkið er svo gott fólk að það er erfitt að segja nei við það,“ segir Kári. Hann segir þetta fáránlegt. Salvör sé að lýsa yfir vantrausti á fólkið í landinu. „Að fullveðja fólk hafi ekki til þess burði að taka sjálfstæðar ákvarðanir,“ segir Kári.Siðferðispostullinn að brjóta upp siðferðisreglurnar Hann segir gagnrýnina þó fyrst og fremst vera á störf Vísindasiðanefndar því nefndin sé sá eftirlitsaðili í samfélaginu sem fer yfir vísindasiðfræðileg atriði sem lúta að mönnum. „Þessi aðferð okkar og nálgun var samþykkt einróma af vísindasiðanefnd.“ Siðfræðistofnunin hafi engu eftirlitshlutverki að gegna, heldur sé stofnun sem haldi utan um fræðasvið. Það sé einnig áhugavert að stofnunin og starfsmenn hennar hafi fengið töluvert fé erlendis frá til að rannsaka það sem ÍE er að gera. „Það þykir ekki fínt, hvorki í vísinda- eða fræðasamfélaginu að aðili sem er að rannsaka okkur sé að tjá sig fyrirfram um það sem við erum að fara að gera.VÍSIR/VILHELM„Í sjálfu sé má segja að það sé ósiðlegt og þar með sé siðferðispostulinn að brjóta upp siðferðisreglurnar sem hún er að reyna að sannfæra samfélagið um að lúta,“ segir Kári. Eðlileg leið til að greiða fyrir vinnu Það sem ÍE sé að gera sé að reyna að fá fullveðja fólk til þess að taka ákvörðun um það hvort það vilji taka þátt í læknisrannsókn. Einnig megi segja að það sé áhugavert að Siðfræðistofnunin tjái sig alla jafna ekki um siðferðileg álitamál í samfélaginu eins og til dæmis um það að ríkið selji hér banvænar sígarettur og brennivín. Einu skiptin sem stofnunin tjái sig sé þegar fara eigi að vinna læknisfræðirannsóknir. „Sem geta verið mikilvægar fyrir okkur í framtíðinni.“ Kostnaðurinn sé greiddur eins og ef ráðinn sé verktaki til söfnunarinnar. „Það var annað hvort að ráða til verksins fólk sem fær greitt í eigin vasa eða sjálfboðaliða sem eru tilbúnir til að gefa vinnu sína,“ segir Kári. Aðspurður hvort ekki hefði mátt greiða björgunarsveitamönnumfyrir hvern þann sem þeir færu til, burtséð frá því hvort sá gæfi sýni eða ekki segir Kári það vera aðra aðferð til að nálgast þetta. „En við verðum líka að fá einhverja staðfestingu á að þetta ágæta fólk hafi farið á þá staði sem um var samið. Þetta er í sjálfu sér ósköp eðlileg leið til þess að greiða fyrir vinnu.“ Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Hverja ætti maður þá að ráða til verksins? Yrðum við að ráða til þess vont fólk? Vegna þess að gott fólk hefði það einhvern veginn í sér að setja einhvern þrýsting,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), um gagnrýni Salvarar Nordal, forstöðumanns Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands á samstarf ÍE og Landsbjargar um söfnun lífsýna. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með 2.000 krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Salvör Nordal.Salvör sagði í viðtali í Fréttablaðinu í dag að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu.Fullveðja fólk geti tekið ákvarðanir Aðalgangrýni Salvarar er sú að sögn Kára að með því að fá Landsbjargarmenn til þess að banka upp á hjá fólki og safna sýnum og samþykkisformum sé ÍE að setja óeðlilega og óæskilega þrýsting á fólk til þess að taka þátt í rannsókninni. „Og það er þá vegna þess að flugbjörgunarsveitarfólkið er svo gott fólk að það er erfitt að segja nei við það,“ segir Kári. Hann segir þetta fáránlegt. Salvör sé að lýsa yfir vantrausti á fólkið í landinu. „Að fullveðja fólk hafi ekki til þess burði að taka sjálfstæðar ákvarðanir,“ segir Kári.Siðferðispostullinn að brjóta upp siðferðisreglurnar Hann segir gagnrýnina þó fyrst og fremst vera á störf Vísindasiðanefndar því nefndin sé sá eftirlitsaðili í samfélaginu sem fer yfir vísindasiðfræðileg atriði sem lúta að mönnum. „Þessi aðferð okkar og nálgun var samþykkt einróma af vísindasiðanefnd.“ Siðfræðistofnunin hafi engu eftirlitshlutverki að gegna, heldur sé stofnun sem haldi utan um fræðasvið. Það sé einnig áhugavert að stofnunin og starfsmenn hennar hafi fengið töluvert fé erlendis frá til að rannsaka það sem ÍE er að gera. „Það þykir ekki fínt, hvorki í vísinda- eða fræðasamfélaginu að aðili sem er að rannsaka okkur sé að tjá sig fyrirfram um það sem við erum að fara að gera.VÍSIR/VILHELM„Í sjálfu sé má segja að það sé ósiðlegt og þar með sé siðferðispostulinn að brjóta upp siðferðisreglurnar sem hún er að reyna að sannfæra samfélagið um að lúta,“ segir Kári. Eðlileg leið til að greiða fyrir vinnu Það sem ÍE sé að gera sé að reyna að fá fullveðja fólk til þess að taka ákvörðun um það hvort það vilji taka þátt í læknisrannsókn. Einnig megi segja að það sé áhugavert að Siðfræðistofnunin tjái sig alla jafna ekki um siðferðileg álitamál í samfélaginu eins og til dæmis um það að ríkið selji hér banvænar sígarettur og brennivín. Einu skiptin sem stofnunin tjái sig sé þegar fara eigi að vinna læknisfræðirannsóknir. „Sem geta verið mikilvægar fyrir okkur í framtíðinni.“ Kostnaðurinn sé greiddur eins og ef ráðinn sé verktaki til söfnunarinnar. „Það var annað hvort að ráða til verksins fólk sem fær greitt í eigin vasa eða sjálfboðaliða sem eru tilbúnir til að gefa vinnu sína,“ segir Kári. Aðspurður hvort ekki hefði mátt greiða björgunarsveitamönnumfyrir hvern þann sem þeir færu til, burtséð frá því hvort sá gæfi sýni eða ekki segir Kári það vera aðra aðferð til að nálgast þetta. „En við verðum líka að fá einhverja staðfestingu á að þetta ágæta fólk hafi farið á þá staði sem um var samið. Þetta er í sjálfu sér ósköp eðlileg leið til þess að greiða fyrir vinnu.“
Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24
Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54