Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. maí 2014 11:26 Söfnun sýnanna var kynnt í Hörpu í vikunni. VÍSIR/GVA „Hverja ætti maður þá að ráða til verksins? Yrðum við að ráða til þess vont fólk? Vegna þess að gott fólk hefði það einhvern veginn í sér að setja einhvern þrýsting,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), um gagnrýni Salvarar Nordal, forstöðumanns Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands á samstarf ÍE og Landsbjargar um söfnun lífsýna. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með 2.000 krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Salvör Nordal.Salvör sagði í viðtali í Fréttablaðinu í dag að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu.Fullveðja fólk geti tekið ákvarðanir Aðalgangrýni Salvarar er sú að sögn Kára að með því að fá Landsbjargarmenn til þess að banka upp á hjá fólki og safna sýnum og samþykkisformum sé ÍE að setja óeðlilega og óæskilega þrýsting á fólk til þess að taka þátt í rannsókninni. „Og það er þá vegna þess að flugbjörgunarsveitarfólkið er svo gott fólk að það er erfitt að segja nei við það,“ segir Kári. Hann segir þetta fáránlegt. Salvör sé að lýsa yfir vantrausti á fólkið í landinu. „Að fullveðja fólk hafi ekki til þess burði að taka sjálfstæðar ákvarðanir,“ segir Kári.Siðferðispostullinn að brjóta upp siðferðisreglurnar Hann segir gagnrýnina þó fyrst og fremst vera á störf Vísindasiðanefndar því nefndin sé sá eftirlitsaðili í samfélaginu sem fer yfir vísindasiðfræðileg atriði sem lúta að mönnum. „Þessi aðferð okkar og nálgun var samþykkt einróma af vísindasiðanefnd.“ Siðfræðistofnunin hafi engu eftirlitshlutverki að gegna, heldur sé stofnun sem haldi utan um fræðasvið. Það sé einnig áhugavert að stofnunin og starfsmenn hennar hafi fengið töluvert fé erlendis frá til að rannsaka það sem ÍE er að gera. „Það þykir ekki fínt, hvorki í vísinda- eða fræðasamfélaginu að aðili sem er að rannsaka okkur sé að tjá sig fyrirfram um það sem við erum að fara að gera.VÍSIR/VILHELM„Í sjálfu sé má segja að það sé ósiðlegt og þar með sé siðferðispostulinn að brjóta upp siðferðisreglurnar sem hún er að reyna að sannfæra samfélagið um að lúta,“ segir Kári. Eðlileg leið til að greiða fyrir vinnu Það sem ÍE sé að gera sé að reyna að fá fullveðja fólk til þess að taka ákvörðun um það hvort það vilji taka þátt í læknisrannsókn. Einnig megi segja að það sé áhugavert að Siðfræðistofnunin tjái sig alla jafna ekki um siðferðileg álitamál í samfélaginu eins og til dæmis um það að ríkið selji hér banvænar sígarettur og brennivín. Einu skiptin sem stofnunin tjái sig sé þegar fara eigi að vinna læknisfræðirannsóknir. „Sem geta verið mikilvægar fyrir okkur í framtíðinni.“ Kostnaðurinn sé greiddur eins og ef ráðinn sé verktaki til söfnunarinnar. „Það var annað hvort að ráða til verksins fólk sem fær greitt í eigin vasa eða sjálfboðaliða sem eru tilbúnir til að gefa vinnu sína,“ segir Kári. Aðspurður hvort ekki hefði mátt greiða björgunarsveitamönnumfyrir hvern þann sem þeir færu til, burtséð frá því hvort sá gæfi sýni eða ekki segir Kári það vera aðra aðferð til að nálgast þetta. „En við verðum líka að fá einhverja staðfestingu á að þetta ágæta fólk hafi farið á þá staði sem um var samið. Þetta er í sjálfu sér ósköp eðlileg leið til þess að greiða fyrir vinnu.“ Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
„Hverja ætti maður þá að ráða til verksins? Yrðum við að ráða til þess vont fólk? Vegna þess að gott fólk hefði það einhvern veginn í sér að setja einhvern þrýsting,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), um gagnrýni Salvarar Nordal, forstöðumanns Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands á samstarf ÍE og Landsbjargar um söfnun lífsýna. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með 2.000 krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Salvör Nordal.Salvör sagði í viðtali í Fréttablaðinu í dag að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu.Fullveðja fólk geti tekið ákvarðanir Aðalgangrýni Salvarar er sú að sögn Kára að með því að fá Landsbjargarmenn til þess að banka upp á hjá fólki og safna sýnum og samþykkisformum sé ÍE að setja óeðlilega og óæskilega þrýsting á fólk til þess að taka þátt í rannsókninni. „Og það er þá vegna þess að flugbjörgunarsveitarfólkið er svo gott fólk að það er erfitt að segja nei við það,“ segir Kári. Hann segir þetta fáránlegt. Salvör sé að lýsa yfir vantrausti á fólkið í landinu. „Að fullveðja fólk hafi ekki til þess burði að taka sjálfstæðar ákvarðanir,“ segir Kári.Siðferðispostullinn að brjóta upp siðferðisreglurnar Hann segir gagnrýnina þó fyrst og fremst vera á störf Vísindasiðanefndar því nefndin sé sá eftirlitsaðili í samfélaginu sem fer yfir vísindasiðfræðileg atriði sem lúta að mönnum. „Þessi aðferð okkar og nálgun var samþykkt einróma af vísindasiðanefnd.“ Siðfræðistofnunin hafi engu eftirlitshlutverki að gegna, heldur sé stofnun sem haldi utan um fræðasvið. Það sé einnig áhugavert að stofnunin og starfsmenn hennar hafi fengið töluvert fé erlendis frá til að rannsaka það sem ÍE er að gera. „Það þykir ekki fínt, hvorki í vísinda- eða fræðasamfélaginu að aðili sem er að rannsaka okkur sé að tjá sig fyrirfram um það sem við erum að fara að gera.VÍSIR/VILHELM„Í sjálfu sé má segja að það sé ósiðlegt og þar með sé siðferðispostulinn að brjóta upp siðferðisreglurnar sem hún er að reyna að sannfæra samfélagið um að lúta,“ segir Kári. Eðlileg leið til að greiða fyrir vinnu Það sem ÍE sé að gera sé að reyna að fá fullveðja fólk til þess að taka ákvörðun um það hvort það vilji taka þátt í læknisrannsókn. Einnig megi segja að það sé áhugavert að Siðfræðistofnunin tjái sig alla jafna ekki um siðferðileg álitamál í samfélaginu eins og til dæmis um það að ríkið selji hér banvænar sígarettur og brennivín. Einu skiptin sem stofnunin tjái sig sé þegar fara eigi að vinna læknisfræðirannsóknir. „Sem geta verið mikilvægar fyrir okkur í framtíðinni.“ Kostnaðurinn sé greiddur eins og ef ráðinn sé verktaki til söfnunarinnar. „Það var annað hvort að ráða til verksins fólk sem fær greitt í eigin vasa eða sjálfboðaliða sem eru tilbúnir til að gefa vinnu sína,“ segir Kári. Aðspurður hvort ekki hefði mátt greiða björgunarsveitamönnumfyrir hvern þann sem þeir færu til, burtséð frá því hvort sá gæfi sýni eða ekki segir Kári það vera aðra aðferð til að nálgast þetta. „En við verðum líka að fá einhverja staðfestingu á að þetta ágæta fólk hafi farið á þá staði sem um var samið. Þetta er í sjálfu sér ósköp eðlileg leið til þess að greiða fyrir vinnu.“
Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24
Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54