Kári: Verður lítið vesen að rassskella þá Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. maí 2015 15:47 Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Það er því gróið um heilt á milli Kára og félagsins en ekki var gott á milli Kára og félagsins fyrir ári síðan eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan. Eftir þau læti sáu ekki margir fyrir sér að Kári ætti aftur endurkvæmt til Eyja en menn hafa nú lagt þau leiðindi til hliðar og ákveðið að vinna saman næstu árin. „Við ræddum saman og höfum lagt allt sem á undan var gengið til hliðar. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta. Þá sérstaklega ég," segir Kári en því er ekki að neita að það voru talsverð læti í kringum hans mál í fyrra. „Það var fullt af tilfinningum og þetta var svolítil sprengja. Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið. Það var ekkert annað að gera. Þú býrð ekki í Vestmannaeyjum og hefur þetta hangandi yfir þér alla ævi. Þetta er mjög jákvætt og öll leiðindin eru að baki. Er þetta ekki Dýrin í Hálsaskógi stemning núna? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir." Stuðningsmenn ÍBV tóku ekki vel á móti Kára er hann kom til Eyja á nýliðnu tímabili. Veifuðu framan í hann peningaseðlum og létu hann finna fyrir því. Ber hann engan kala til þeirra sem voru að stríða honum? „Við skulum sjá hvernig þeir bregðast við því að ég sé kominn heim. Svo veit ég alveg hvar þeir eiga heima og það verður því ekkert vesen að rassskella þá," segir Kári kíminn.Kári og Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.vísir/stefánKári hefur verið að glíma við veikindi á síðustu árum og tvívegis hefur hann verið greindur með æxli í baki. „Heilsan er fín og ég missti ekki út leik á síðasta tímabili. Það hefur ekki komið neitt bakslag í bakið," segir Kári léttur. Eins og áður segir skrifaði Kári undir fjögurra ára samning. Þessi þrítugi línumaður ætlar því ekki að tjalda til einnar nætur í Eyjum. „Þetta er stærra en boltinn. Ég kem að fleiri hlutum en bara að spila. Þeir eru með akademíu og ég verð líka að þjálfa hjá félaginu eins og ég gerði hjá Val í vetur," segir Kári en hann vildi koma til Eyja í fyrra. Hann er núna kominn þangað sem hann vill vera. „Það var ekkert leyndarmál að þegar ég kom heim þá vildi ég fara alveg heim til Eyja." Kári útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku síðar þó svo hann horfi ekki þangað núna. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Það er því gróið um heilt á milli Kára og félagsins en ekki var gott á milli Kára og félagsins fyrir ári síðan eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan. Eftir þau læti sáu ekki margir fyrir sér að Kári ætti aftur endurkvæmt til Eyja en menn hafa nú lagt þau leiðindi til hliðar og ákveðið að vinna saman næstu árin. „Við ræddum saman og höfum lagt allt sem á undan var gengið til hliðar. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta. Þá sérstaklega ég," segir Kári en því er ekki að neita að það voru talsverð læti í kringum hans mál í fyrra. „Það var fullt af tilfinningum og þetta var svolítil sprengja. Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið. Það var ekkert annað að gera. Þú býrð ekki í Vestmannaeyjum og hefur þetta hangandi yfir þér alla ævi. Þetta er mjög jákvætt og öll leiðindin eru að baki. Er þetta ekki Dýrin í Hálsaskógi stemning núna? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir." Stuðningsmenn ÍBV tóku ekki vel á móti Kára er hann kom til Eyja á nýliðnu tímabili. Veifuðu framan í hann peningaseðlum og létu hann finna fyrir því. Ber hann engan kala til þeirra sem voru að stríða honum? „Við skulum sjá hvernig þeir bregðast við því að ég sé kominn heim. Svo veit ég alveg hvar þeir eiga heima og það verður því ekkert vesen að rassskella þá," segir Kári kíminn.Kári og Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.vísir/stefánKári hefur verið að glíma við veikindi á síðustu árum og tvívegis hefur hann verið greindur með æxli í baki. „Heilsan er fín og ég missti ekki út leik á síðasta tímabili. Það hefur ekki komið neitt bakslag í bakið," segir Kári léttur. Eins og áður segir skrifaði Kári undir fjögurra ára samning. Þessi þrítugi línumaður ætlar því ekki að tjalda til einnar nætur í Eyjum. „Þetta er stærra en boltinn. Ég kem að fleiri hlutum en bara að spila. Þeir eru með akademíu og ég verð líka að þjálfa hjá félaginu eins og ég gerði hjá Val í vetur," segir Kári en hann vildi koma til Eyja í fyrra. Hann er núna kominn þangað sem hann vill vera. „Það var ekkert leyndarmál að þegar ég kom heim þá vildi ég fara alveg heim til Eyja." Kári útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku síðar þó svo hann horfi ekki þangað núna. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12
Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00
Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti