Menning

Kápa Alexöndru Buhl hreif Kundera

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Milan Kundera
Þau Kundera hjón hrifust svo af kápu Alexöndru Buhl að hún verður notuð á bandarísku og bresku útgáfur Hátíðar merkingarleysunnar.
Milan Kundera Þau Kundera hjón hrifust svo af kápu Alexöndru Buhl að hún verður notuð á bandarísku og bresku útgáfur Hátíðar merkingarleysunnar.
Kápan sem Alexandra Buhl hannaði á íslensku útgáfuna af Hátíð merkingarleysunnar eftir Milan Kundera er á leiðinni í útrás. Þau Kunderahjón, Milan og Vera, hrifust svo af kápunni að þau bentu bandaríska útgefandanum, HarperCollins, og þeim enska, Faber&Faber, á hana og verður hún notuð þegar skáldsagan kemur út í Bandaríkjunum og Bretlandi á næstunni.



Í öðrum fréttum af Hátíð merkingarleysunnar er að þetta er fyrsta skáldsagan sem Kundera sendir frá sér í fjórtán ár og nú eru allar skáldsögur hans til á íslensku í þýðingu Friðriks Rafnssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×