Innlent

Kannar möguleika á að flytja sýningu um Björk til Reykjavíkur

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Á yfirlitssýningu Bjarkar Guðmundsdóttur á MoMA-safninu í New York verður meðal annars að finna búning sem Gjörningaklúbburinn gerði fyrir plötuna hennar Volta.
Á yfirlitssýningu Bjarkar Guðmundsdóttur á MoMA-safninu í New York verður meðal annars að finna búning sem Gjörningaklúbburinn gerði fyrir plötuna hennar Volta. Vísir/Inez Van Lamsweerde og Vinoodh Matadin
Reykjavíkurborg kannar nú möguleikana á því að flytja umfangsmikla sýningu nýlistasafnsins MoMA í New York um tónlistarkonuna Björk Guðmundsdóttir hingað til lands.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgina að fela sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að vinna að undirbúningi og könnun á möguleikum þess að flytja sýninguna til Reykjavíkur.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri hefur þegar séð sýninguna í New York. „Við skoðuðum þessa sýningu í New York þegar hún opnaði og það eru auðvitað fáir sem að eiga kannski meiri þátt í en Björk að koma Reykjavík á kortið og Íslandi þar með og Björk er tvímælalaust einn af okkar merkustu listamönnum. Þannig að við höfum áhuga á því að þessi sýning sem spannar allan hennar feril og er að fara núna að ferðast um heiminn, endi hugsanlega í Reykjavík,“ segir Dagur.

Þá segir hann vinnu þegar hafna við að fá sýninguna hingað til lands. ­„ Við höfum bæði rætt við Björk og forsvarsmenn MoMA listasafnsins sem að setur sýninguna upp og listahátíðina í Manchester sem að heldur utan ferðalag hennar á milli landa núna næstu tvö til þrjú ár,“ segir Dagur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×