Innlent

Kanna landið fyrir framboð Baldurs

Snærós Sindradóttir skrifar
Að sögn Baldurs hafa margir komið að málið við hjónin og falast eftir framboði þeirra til Bessastaða.
Að sögn Baldurs hafa margir komið að málið við hjónin og falast eftir framboði þeirra til Bessastaða. vísir/ernir
Í nýrri skoðanakönnun Gallup sem nú er verið að gera er spurt hvort viðtakandinn sé jákvæður eða neikvæður gagnvart því að dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, verði næsti forseti Íslands og setjist ásamt maka sínum, Felix Bergssyni, á Bessastaði. Spurningin er hluti af Gallupvagninum og er send á 1.400 manns. Ekki var spurt um aðra mögulega frambjóðendur í könnuninni.

„Ég kem alveg af fjöllum,“ segir Baldur inntur eftir því hvort hann hafi vitað af könnuninni. Hann segist ekki hafa keypt spurninguna og að forsetaframboð sé ekki á dagskrá.

„Það hefur fólk talað við okkur og spurt um þetta en meira veit ég ekki,“ segir Baldur.

Að sögn starfsmanns Gallup kostar ein spurning í könnuninni 120.900 krónur, reiknuð með virðisaukaskatti. Hver sem er getur spurt um hvað sem er svo framarlega sem spurningin þyki ekki særandi og aðferðafræðilega rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×