Viðskipti innlent

Kallar enn eftir upplýsingum um uppgjör bankanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór segir að ríkisstjórnin þurfi að upplýsa betur um uppgjör bankanna.
Guðlaugur Þór segir að ríkisstjórnin þurfi að upplýsa betur um uppgjör bankanna.
„Ég hef núna fengið upplýsingar um það að það er búið að fjölga um níu þúsund á vanskilaskrá frá árinu 2008," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að vegna þessa mála vanti upplýsingar frá stjórnvöldum um staðreyndir mála sem tengjast lánum og uppgjöri bankanna. .

„Við erum ennþá á þeim stað að við vitum ekki staðreyndir mála," sagði Guðlaugur Þór. Menn þurfi upplýsingar um það hvernig samningar voru gerðir milli föllnu bankanna og nýju bankanna sem voru reistir á rústum þeirra. „Veit til dæmis einhver hvort það var tekið tillit til ólöglegu lánanna," segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þessum spurningum hafi ekki verið svarað með nægilega skýrum hætti þótt langt sé liðið frá bankahruni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×