Kalla eftir ábyrgð Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 20. október 2015 07:00 Árið 2011 tók Reykjavíkurborg einhliða ákvörðun um að hætta að styðja við nám á framhaldsstigi í tónlist. Þetta ákvað borgin að gera í framhaldi af samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms. Frá gerð samkomulagsins hefur Reykjavík deilt við ríkið um hvernig beri að skilja það og fram til þessa haldið því fram að með samkomulaginu hafi ríkið alfarið tekið við ábyrgð á kennslukostnaði við framhaldsnám í tónlist. Afleiðingarnar eru að þeim tónlistarskólum í Reykjavík sem kenna að stærstum hluta á framhaldsstigi hefur blætt út og nú er svo komið að þeir geta ekki starfað áfram. Þegar eru hafnar uppsagnir á tónlistarkennurum í borginni.Tónlistarnám fyrir rétti Þann 14. október síðastliðinn var réttað í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Málsóknin var neyðarúrræði skólans til þess að fá skorið úr um lögmæti áðurnefndrar ákvörðunar borgarinnar og bíður málið nú dómsúrskurðar. Við réttarhöldin hélt borgarlögmaður því fram að Reykjavíkurborg bæri engin skylda til þess að reka tónlistarskóla og að hún gæti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt áleit borgarlögmaður að borgin gæti forgangsraðað nemendum að vild, eftir aldri, búsetu, hljóðfærum eða eftir hvaða öðrum mælikvörðum sem henni þóknaðist. Þetta er einmitt það sem Reykjavík hefur gert; árið 2011 tók hún ákvörðun um að styrkja aðeins nemendur á grunn- og miðstigi til tónlistarnáms, en hætta alfarið stuðningi við nemendur á framhaldsstigi. Það sem er nýtt í málflutningi borgarlögmanns er að Reykjavík hafi alla tíð gert sér grein fyrir því að með fyrrnefndu samkomulagi væri ríkið ekki að taka að sér tónlistarmenntun á framhaldsstigi og að ekki væri hægt að gera lagalega kröfu á ríkið að taka við málaflokknum, enda eru málefni tónlistarskólanna formlega á höndum sveitarfélaganna.Stefna Reykjavíkur Þetta þýðir að Reykjavík tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að bjóða upp á framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík. Hún afsalaði sér ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi án þess að semja við ríkið um að taka yfir málaflokkinn. Tónlistarskólarnir voru því skildir eftir án þjónustusamninga fyrir framhaldsstigið og hvorki Reykjavíkurborg né ríkið taka ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi. Þetta er stjórnvaldsákvörðun sem hafði gríðarlega miklar afleiðingar í för með sér og mun hafa eyðileggjandi áhrif á íslenskt tónlistarlíf til frambúðar. Samt sem áður var tónlistarskólunum ekki gerð grein fyrir því með lögboðnum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Stjórnendur skólanna stóðu í þeirri trú að þeir gætu starfað áfram með svipuðum hætti eftir að samkomulag um eflingu tónlistarnáms tæki gildi, enda gerði borgin engar athugasemdir við þann nemendafjölda og kennslumagn sem tilkynnt var um í skýrslum sem skólarnir senda til borgarinnar á hverju ári. Ef tekið er mið af málflutningi borgarlögmanns í síðustu viku er ljóst að Reykjavíkurborg telur að sér beri hvorki lagaleg né samfélagsleg skylda til þess að bjóða upp á framhaldsnám í tónlist í höfuðborginni. En var þetta meðvituð pólitísk ákvörðun? Ég hlýt að spyrja borgarstjóra Reykjavíkur: Er það raunveruleg stefna borgarinnar í málefnum tónlistarfræðslu, að leggja niður framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Árið 2011 tók Reykjavíkurborg einhliða ákvörðun um að hætta að styðja við nám á framhaldsstigi í tónlist. Þetta ákvað borgin að gera í framhaldi af samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms. Frá gerð samkomulagsins hefur Reykjavík deilt við ríkið um hvernig beri að skilja það og fram til þessa haldið því fram að með samkomulaginu hafi ríkið alfarið tekið við ábyrgð á kennslukostnaði við framhaldsnám í tónlist. Afleiðingarnar eru að þeim tónlistarskólum í Reykjavík sem kenna að stærstum hluta á framhaldsstigi hefur blætt út og nú er svo komið að þeir geta ekki starfað áfram. Þegar eru hafnar uppsagnir á tónlistarkennurum í borginni.Tónlistarnám fyrir rétti Þann 14. október síðastliðinn var réttað í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Málsóknin var neyðarúrræði skólans til þess að fá skorið úr um lögmæti áðurnefndrar ákvörðunar borgarinnar og bíður málið nú dómsúrskurðar. Við réttarhöldin hélt borgarlögmaður því fram að Reykjavíkurborg bæri engin skylda til þess að reka tónlistarskóla og að hún gæti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt áleit borgarlögmaður að borgin gæti forgangsraðað nemendum að vild, eftir aldri, búsetu, hljóðfærum eða eftir hvaða öðrum mælikvörðum sem henni þóknaðist. Þetta er einmitt það sem Reykjavík hefur gert; árið 2011 tók hún ákvörðun um að styrkja aðeins nemendur á grunn- og miðstigi til tónlistarnáms, en hætta alfarið stuðningi við nemendur á framhaldsstigi. Það sem er nýtt í málflutningi borgarlögmanns er að Reykjavík hafi alla tíð gert sér grein fyrir því að með fyrrnefndu samkomulagi væri ríkið ekki að taka að sér tónlistarmenntun á framhaldsstigi og að ekki væri hægt að gera lagalega kröfu á ríkið að taka við málaflokknum, enda eru málefni tónlistarskólanna formlega á höndum sveitarfélaganna.Stefna Reykjavíkur Þetta þýðir að Reykjavík tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að bjóða upp á framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík. Hún afsalaði sér ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi án þess að semja við ríkið um að taka yfir málaflokkinn. Tónlistarskólarnir voru því skildir eftir án þjónustusamninga fyrir framhaldsstigið og hvorki Reykjavíkurborg né ríkið taka ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi. Þetta er stjórnvaldsákvörðun sem hafði gríðarlega miklar afleiðingar í för með sér og mun hafa eyðileggjandi áhrif á íslenskt tónlistarlíf til frambúðar. Samt sem áður var tónlistarskólunum ekki gerð grein fyrir því með lögboðnum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Stjórnendur skólanna stóðu í þeirri trú að þeir gætu starfað áfram með svipuðum hætti eftir að samkomulag um eflingu tónlistarnáms tæki gildi, enda gerði borgin engar athugasemdir við þann nemendafjölda og kennslumagn sem tilkynnt var um í skýrslum sem skólarnir senda til borgarinnar á hverju ári. Ef tekið er mið af málflutningi borgarlögmanns í síðustu viku er ljóst að Reykjavíkurborg telur að sér beri hvorki lagaleg né samfélagsleg skylda til þess að bjóða upp á framhaldsnám í tónlist í höfuðborginni. En var þetta meðvituð pólitísk ákvörðun? Ég hlýt að spyrja borgarstjóra Reykjavíkur: Er það raunveruleg stefna borgarinnar í málefnum tónlistarfræðslu, að leggja niður framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun