Innlent

Kajakræðarar hætt komnir í Holtsósi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/Jarosław Ganiec
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag þegar tilkynning barst um að fjórir kajakræðarar væru í vanda í Holtsósi undir Eyjafjöllum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og fór hún frá Reykjavík með þrjá kafara klukkan rúmlega 17.

Þegar fyrstu björgunarmenn komu á staðinn var einn kajakræðarinn kominn í land og hinum þremur bjargað úr sjónum, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Þeir voru allir mjög kaldir en verið er að hlúa að þeim.

vísir/Jarosław Ganiec
vísir/Jarosław Ganiec



Fleiri fréttir

Sjá meira


×