Erlent

Kafnaði á stærðarinnar sæljóni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nákvæm dánarorsök er ókunn en talið er víst að sæljónið í hálsi hákarlsins hafi haft eitthvað með dauða hans að gera.
Nákvæm dánarorsök er ókunn en talið er víst að sæljónið í hálsi hákarlsins hafi haft eitthvað með dauða hans að gera.

Myndband af lokaandartökum hákarls sem reynir að synda upp á strönd í Ástralíu hefur skotið upp kollinum og vakið mikla athygli þar í landi.

Há­karl­inn var hvít­háf­ur sem er ein stærsta og hættu­leg­asta teg­und há­karla í heim­in­um. Slík­ir há­karl­ar geta orðið allt að sex metra lang­ir og vegið allt að því tvö tonn. Þess má geta að í kvik­mynd­inni „Ókind­in“ eða „Jaws“ var há­karl­inn af um­ræddri teg­und.

Umræddur hákarl var um fjórir metrar á lengd og hafði verið á sundi út fyrir ströndinni um nokkurra daga skeið. Sjávarlíffræðingar segja að hákarlinn hafi ekki verið með neina sjáanlega áverka eða merki um veikindi sem gætu hafa dregið hann til dauða. Hann hafi þó verið með stærðarinnar sæljón fast í hálsinum.

„Sæljónið gæti útskýrt hvers vegna hákarlinn hagaði sér svona undan ströndum Coronation Bech. Það gæti hugsast að hann hafi  með hamaganginum verið að reyna að losa stífluna í hálsi sínum,“ sagði einn rannsakendanna í samtali við þarlenda fjölmiðla.

„Svona stór hlutur gæti hafa skemmt líffæri hákarlsins eða komið í veg fyrir eðlilegt sjóflæði til tálknanna sem svo hefur leitt til dauða hans. Svo má jafnvel draga þá ályktun að hákarlinn hafi einfaldlega strandað þegar hann reyndi að losa sig við sæljónið,“ bætti hann við.

Myndbandið af átökum hákarlsins má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×