FÖSTUDAGUR 25. APRÍL NÝJAST 23:30

Dauđsföll í Katar koma FIFA ekki viđ

SPORT

Kćri Sigurđur Líndal

Skođun
kl 11:01, 16. júlí 2012
Kćri Sigurđur Líndal
Freyja Haraldsdóttir skrifar:

Kæri Sigurður Líndal

Þann 8. nóvember 2010 skrifaði ég pistil á Pressuna undir yfirskriftinni Frekjan! Í fullri hreinskilni var pistillinn tileinkaður fólki sem virðist með orðum sínum og gjörðum hugsa eins og þú. Mér fannst fyrirsögnin afar viðeigandi þar sem ég upplifði, og geri enn í dag, að ef fatlað fólk ber virðingu fyrir sjálfu sér og gerir kröfur um að búa við grundvallar mannréttindi er það oft álitið ósanngjarnt, óþolinmótt, tilætlunarsamt, kröfuhart og síðast ekki síst frekt.

Í DV þann 12. Júlí sl. var haft eftir þér varðandi kæru Öryrkjabandalags Íslands, vegna forsetakosningana, að þér þætti margt fólk, þ.á.m. fatlað fólk, alltaf vera að leita að einhverju ,,til að andskotast í". Það kom líka fram að þú ,,værir þreyttur á þessari mannréttindafrekju". Mig langar til að fræða þig aðeins um lífshlaup mitt í örfáum orðum áður en ég held áfram að fjalla um allan þennan meinta frekjugang tengdan kosningunum.

Lífshlaup mitt hingað til hefur verið stórkostlegt í alla staði enda á ég yndislega fjölskyldu og vini, hef upplifað margt skemmtilegt og fróðlegt, verið laus við alvarleg veikindi, notið mín í skóla og unnið þroskandi og fjölbreytt störf. Þar að auki var ég svo heppin að fæðast með líkamlega skerðingu sem hefur gefið mér dýrmæt tækifæri til að kynnast fólki sem ég hefði annars aldrei kynnst og upplifa lífið frá fleiri sjónarhornum en hefði ég fæðst ófötluð. Sá skuggi hefur þó hvílt yfir lífi mínu að ég hef þurft að andskotast í mörgu, eins og þú kýst að orða það, til að uppskera þetta dásamlega líf sem flestum er sjálfsagt og eðlilegt. Það sama má segja um flest annað fatlað fólk.

Þegar ég var þriggja ára þurftu foreldrar mínir að andskotast í heilt ár til þess að ég ,,fengi" að ganga í leikskóla því starfsfólkið var svo hrætt við mig, fatlaða barnið. Svo varð ég fimm ára og þá þurftu þau að andskotast yfir því að ég ,,fengi" að ganga í minn heimaskóla því fagfólkinu þótti tilhugsunin um fatlaða barnið í sérskóla svo þægileg. Þegar ég flutti til Nýja Sjálands í tvö ár með fjölskyldu minni vegna atvinnu föður míns þurfti hann að andskotast þessi ósköp svo ég ,,fengi" að taka sérhannaða hjólastólinn minn með. Ísland átti hann og vildi ekki láta hann af hendi þó engin gæti notað hann nema ég. Þegar ég var 16 ára þurfti ég og foreldrar mínir að andskotast mikið til þess að ég ,,fengi" að fara í sturtu oftar en tvisvar í viku því það hentaði svo illa þjónustukerfinu að ég vildi vera hrein, það var svo tímafrekt. Þegar ég var 18 ára byrjuðum ég og fjölskylda mín að andskotast heilan helling í sjö ár til þess að ég gæti fengið aðstoð allan sólarhringinn sem ég stýrði sjálf og gæti þannig menntað mig, flutt að heiman, farið út á vinnumarkaðinn og borgað skatta - kerfinu þótti betri kostur að loka mig inn á stofnun og láta mig veslast upp þar.

Þann 30. júní sl. þurfti ég, enn og aftur, að andskotast á kjörstað til þess að ,,fá" að kjósa leynilega með manneskju sem ég treysti af því að þingið og ríkisstjórnin gleymdu (aftur) að laga kosningalög sem niðurlægja fatlað fólk. Snillingarnir sem hönnuðu kosningalögin töldu heppilegra að hafa vit fyrir ,,fólki eins og mér" og láta ókunnugan (eða velkunnugan) embættismann fara með okkur inn í kjörklefan og aðstoða við að greiða atkvæði. Ég fékk mínu framgengt þann 30. júní sl. og kaus með minni eigin aðstoðarkonu en það sama mátti ekki segja um annað fatlað fólk sem þó andskotaðist margt hvert á kjörstað líkt og ég. Þeim hópi er nú misboðið enda búið að brjóta á grundvallar rétti þess sem þegnum í lýðræðisríki og hefur sumt þeirra ákveðið að kæra kosninguna.

Þú segir í DV að þú skiljir ekki hver munurinn sé á að velja sér manneskju, hvort sem það er ráðin aðstoðarmanneskja eða ættingi, eða velja sér embættismann. Þú bætir jafnframt við að þér þyki langsótt að kæra forsetakosningarnar út af slíkum smávægilegheitum. Ef þú skilur þetta ekki þá get ég sagt á móti að ég skilji ekki hvers vegna við tyllum okkur ekki bara öll fyrir framan fulltrúa kjörstjórna á kjörstöðum í næstu kosningum, biðjum þá að haka við þann sem okkur þykir bestur og smella kjörseðlinum í kassann fyrir okkur - þeir eru hvort sem er bundnir trúnaði eins og þú nefnir réttilega. Höfum þetta bara svolítið flippað og hættum þessu veseni, hver þarf hvort sem er þessa kjörklefa? Ég hef á tilfinningunni að þér hugnist sá kostur ekki. Hví ætti hann því að hugnast mér? Á einkalífið að vera minna virði fyrir fatlað fólk en ófatlað fólk?

Ég er hjartanlega sammála þér í því að við hér á landi höfum andskotast ósköp mikið yfir öllu mögulegu og ættum kannski að fara að gleðjast oftar, vera jákvæðari og hafa trú á okkur sjálfum og öðrum. Þú verður þó, kæri Sigurður, að gera greinarmun á því að andskotast yfir lélegri sjónvarpsdagskrá, of miklu roki og umferðaröngþveiti á leiðinni heim úr vinnunni eða því þegar ákveðinn hópur fólks er að berjast fyrir mannréttindum sínum.

Við getum alveg sleppt því að horfa á sjónvarpið og lesið góða bók í staðin, keypt okkur vindjakka og ætt út í rokið og fundið okkur góða tónlist til að hlusta á á meðan við sitjum föst á leiðinlegum gatnamótum seinnipartinn á föstudegi.

Börn eiga hins vegar ekki að þurfa að sleppa því að fara á leikskóla eða í sinn hverfisskóla af því þau eru skilgreind óþægileg af samfélaginu sem þau fæddust inn í. Fólk á ekki að þurfa að sleppa því að taka með sér hjólastólinn sinn (frekar en að skera af sér fæturnar) þegar það flyst tímabundið til útlanda. Fólk getur ekki sleppt því að sinna persónulegu hreinlæti eins og oft og það þarf því það getur ekki með eigin höndum nuddað sjampóinu í hárið á sér. Ekki heldur getur það verið þvingað til að sleppa því að taka þátt í og hafa áhrif á eigið samfélag gegn vilja sínum án þess að það flokkist sem lögbrot. Og ekki undir neinum einustu kringstæðum getur það talist sjálfsagt og eðlilegt að fólk sleppi því að kjósa svo það þurfi ekki að láta skikka sig inn í kjörklefa með einhverjum sem það vill ekki deila með upplýsingum um atkvæði sitt.

Fatlað fólk á Íslandi hefur margt hvert þurft að berjast fyrir hverju einasta smáatriði í sínu lífi. Við höfum ekki þurft að berjast fyrir því af því að við erum svo afbrigðileg og sjúk eins og margir vilja meina og ræða undir yfirskriftinni ,,hræðileg örlög". Við höfum þurft að berjast fyrir öllum þessum smáatriðum vegna þess að við búum í svo afbrigðilegu og sjúku samfélagi sem bregst við okkur sem annars flokks þjóðfélagsþegnum sem eigum að vera þakklát fyrir að vera gefið smá pláss út á jaðrinum. Ef við samþykkjum ekki þetta hlutverk sem þröngvað er upp á okkur og streitumst á móti erum við stimpluð af þér og öðrum sem frekjur sem stöðugt eru ,,að leita sér að einhverju til að andskotast í".

Frekja fyrir mér er að heimta eitthvað með öllum illum látum sem þú hefur litla raunverulega þörf fyrir eða er ekki skilgreindur réttur þinn í lögum. Að gera þá kröfu, með staðföstum en friðsælum mótmælum eða kæru forsetakosningar, að búa við þau mannréttindi að geta kosið leynilega í lýðræðislegum kosningum, er eitthvað allt annað en frekja.

Ég vona að þú skiljir að fatlað fólk hefur flest meira og mikilvægara að gera en að andskotast í einhverju af engri ástæðu þegar það hefur fullt í fangi með að andskotast í lífsnauðsynlegum grundvallaratriðum alla daga til að fara í vinnuna, geta mætt í skólan eða farið í sturtu. Þér að segja er þessi andskotagangur vegna lágmarksréttinda sem kennd eru við mennsku svo slítandi og niðurlægjandi að það er stundum erfitt að anda.
Þann dag sem ég og annað fatlað fólk þurfum að ,,leita að einhverju" til að andskotast í, af því við þurfum ekki lengur að andskotast í að berjast fyrir réttindum okkar viðstöðulaust, mun ég halda þriggja vikna hátíð með skrúðgöngu, flugeldasýningu og tónlistarveislu á Arnarhóli. Því þá höfum við náð þeim árangri að vera ekki lengur annars flokks þjóðfélagsþegnar. Fyrst þá höfum við náð þeim árangri að vera álitin fyrsta flokks þjóðfélagsþegnar sem vöknum á hverjum morgni með vald yfir eigin lífi og frelsi til að taka þátt í lýðræðislegu þjóðfélagi - rétt eins og þú.

Áhugavert verður að sjá með hvaða hætti hæstiréttur skilgreinir kröfur um að fylgt sé eftir skýrum lagatexta stjórnarskrárinnar um mannréttindi. Því hæstarétti var afar annt um réttinn til leynilegra kosninga árið 2010 þegar stjórnlagaþingskosningarnar voru ógildar. Ef þú hefur þó rétt fyrir þér og hæstiréttur, líkt og þú, álítur málflutning Ragnars Aðalsteinssonar fyrir hönd Öryrkjabandalags Íslands langsóttan og frekan þá virðist hafa orðið kúvending í afstöðu hæstaréttar til mikilvægi leynilegra kosninga fyrir borgarana í landinu. Það gæti líka verið opinberun á viðhorfi hæstaréttar til fatlaðra borgara, þ.e. að réttur þeirra til leynilegra kosninga sé opinberlega viðurkenndur sem minna virði en þeirra borgara sem sjá með augunum og geta notað hönd sína til að skrifa x á kjörseðilinn.

Mér þykir leitt að nota blótsyrði svo oft í þessu bréfi. Mér þótti þó mikilvægt að nota það hugtak sem þú notar sjálfur til að lýsa mannréttindabaráttu fatlaðs fólks.

Með vinsemd og virðingu,
Freyja Haraldsdóttir, meint mannréttindafrekja


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRI SKOĐUN Á VÍSI

Skođun 24. apr. 2014 07:00

Lýsing á Lýsingu

Ţór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, ritar sérkennilega grein í Fréttablađiđ ţann 15. apríl sl. ţar sem hann fjallar um blađagrein sem ég ritađi í sama blađ ţann 4. sama mánađar. Meira
Skođun 24. apr. 2014 07:00

Sjálftöku landeigenda verđur ađ stöđva

Ţađ var fróđlegt ađ hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, ţar sem hann reynir ađ réttlćta sína ólögmćtu gjaldtöku viđ Keriđ fyrir Ögmundi Jónassyni. Ţar vísar Óskar í 28. grein laga um skipa... Meira
Skođun 24. apr. 2014 07:00

Leikskólakennaranám – Öruggt framtíđarstarf

Leikskólastigiđ er fyrsta skólastigiđ í skólakerfinu. Ţar fer fram nám sem m.a. leggur grunn ađ námi á öđrum skólastigum. Auknar kröfur eru nú gerđar til leikskólakennara og fer kennslan fram viđ Meira
Skođun 24. apr. 2014 07:00

Gleđilegt sumar

Í dag fögnum viđ fyrsta degi sumars. Ţótt íslenska veđriđ gefi ekki alltaf til kynna upphaf ţess tíma látum viđ Íslendingar ţađ lítiđ á okkur fá og fögnum sumarkomu, hvort sem ţađ blćs, rignir eđa snj... Meira
Skođun 23. apr. 2014 06:30

Skýrir kostir

Stundum er sagt ađ kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viđfangsefni sveitarstjórnanna séu ađallega praktísks eđlis og lítill hugmyndafrćđilegur ágreiningur um ţau milli flok... Meira
Skođun 23. apr. 2014 13:18

Mikilvćgi tómstunda

Skipulagt tómstundastarf er ađ mínu mati ein af bestu forvörnum sem völ er á og hvet ég alla foreldra ađ íhuga mikilvćgi ţess ţegar kemur ađ velferđ barna og unglinga. Meira
Skođun 23. apr. 2014 12:58

Bílaeign landsmanna

Sennilega er bćđi bílaeign landsmanna og međalaldur fólksbílaflotans ofmetinn. Meira
Skođun 23. apr. 2014 11:00

Afnám skuldafangelsis

Í árslok 2010 setti Alţingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldţrotaskipta í tvö ár og ađ krafan yrđi ađ jafnađi ekki endurvakin eftir ţađ. Áđur endurnýjađist fyrningarfrestur kröfunn... Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Allt í plasti

Hver íbúi í Evrópusambandinu notar ađ međaltali 198 plastpoka árlega (m.v. 2010). Ţađ eru nćr 100 milljarđar samtals, ţar af fara 8 milljarđar út í umhverfiđ. Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Vegna ţingsályktunartillögu um mćnuskađa

Nú bíđur afgreiđslu Alţingis ţingsályktunartillaga um ađgerđir í ţágu lćkninga á mćnuskađa. Tillagan var borin fram af Guđlaugi Ţór Ţórđarsyni alţingismanni og var studd af tuttugu öđrum ţingmönnum. Í... Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Ţróunin verđur ekki umflúin

Ţađ blasti heldur undarlegur pistill viđ mér í leiđara Fréttablađsins 16. apríl sl., skrifađur af Ólafi Ţ. Stephensen. Leiđarinn er sérkennileg blanda af rökleysum og rangfćrslum til stuđnings yfirlýs... Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Hugsa fyrst, skemma svo?

Nú stendur til ađ leggja sćstreng ţvert gegnum hrygningarstöđvar helstu nytjafiska okkar Íslendinga. Línan mun hafa afgerandi áhrif á umhverfiđ ţá áratugi sem hún er á botninum. Segulsviđ raflínunnar ... Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Nokkurra orđa breyting varđ ađ stórum mistökum

Ţann 10. apríl síđastliđinn tóku upplýsingalög aftur gildi hér á landi ţegar rannsóknarnefnd um fall sparisjóđanna lauk störfum. Nćst ţegar Alţingi gefur út ţingsályktun um ađ setja á fót rannsóknarne... Meira
Skođun 23. apr. 2014 07:00

Hagur barns er hagur samfélagsins

Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur sem rufu ţögnina og sögđu frá einelti kennara ţurfa nú ađ sćta ofsóknum frá bćjarbúum. Meira
Skođun 22. apr. 2014 12:15

Opiđ bréf til afskiptalausra feđra

Kćru afskiptalausu feđur, verandi eđa verđandi. Ţetta bréf er til ykkar. Frá móđur sem í ţrjú ár hefur reynt ađ setja sig í ykkar spor. Meira
Skođun 22. apr. 2014 12:07

Nokkur orđ um Passíusálmana

Í ár eru 400 ár liđin frá fćđingu sr. Hallgríms Péturssonar og mjög ánćgjulegt ađ fylgjast međ ţví hvađ margir finna sig knúna til ađ minnast ţess međ viđeigandi hćtti. Meira
Skođun 22. apr. 2014 12:02

Fylkjaskiptur veruleiki?

Af hverju tökum viđ kjósendur ţátt í fylkjaskiptu stríđi stjórnmálanna í stađ ţess ađ krefjast ţess ađ fá ađ kjósa fólk sem viđ treystum til áhrifa? Meira
Skođun 22. apr. 2014 11:57

Hvort er meira virđi aurarnir ţínir eđa barniđ ţitt?

"Kennarar vinna frábćrt starf á öllum skólastigum um allt land. Ég fyllist stolti ţegar ég fer inn í skóla í heimsóknir og skođa verkefni nemendanna.“ Meira
Skođun 22. apr. 2014 11:49

Betri ţjónusta í dásamlegri Reykjavik

Til ţess ađ tryggja hér í borginni hvađ fjölbreyttast og lifandi mannlíf ţarf ađ tryggja hér ađ sú ţjónusta sem borgin veiti verđi hvađ notendavćnust. Meira
Skođun 22. apr. 2014 11:42

Ár Tussunnar

Ef nýja skilgreiningin á "hálfvita“ og "tussu“ sé "sá sem opnar munninn ţegar brotiđ er á öđrum,“ vona ég innilega ađ áriđ 2014 sé ár tussunnar. Meira
Skođun 22. apr. 2014 07:00

Ţriđjungur frestar lćknisheimsóknum – 1. maí 2014

Verkalýđshreyfingin vill samfélag jafnréttis og jafnra tćkifćra. Viđ viljum samfélag ţar sem öryggisnet velferđarkerfisins grípur okkur ţegar áföll verđa.... Meira
Skođun 22. apr. 2014 07:00

Ađ sigra tindinn

Á föstudaginn langa féll snjóflóđ í vesturhlíđum Everest međ ţeim afleiđingum ađ sextán fjallaleiđsögumenn, allt sjerpar, létust. Meira
Skođun 22. apr. 2014 07:00

Borgardagur jarđar

Haldiđ hefur veriđ upp á Dag Jarđar síđan 1970 ţegar vitund almennings um mikilvćgi umhverfismála var ađ vakna. Jarđardeginum, 22. apríl, er ćtlađ ađ efla ţessa vitund.... Meira
Skođun 22. apr. 2014 07:00

Mállausi sjúklingurinn

Sem lćknir verđur mađur öllu jöfnu ađ reiđa sig á ţađ ađ sjúklingurinn segi manni hvađ ţađ er sem hrjáir hann, hvar honum er illt og hvers kyns einkennin eru.... Meira
Skođun 19. apr. 2014 07:00

Tvćr milljón áminningar um upprisu

Áćtlađ er ađ Íslendingar borđi um tvćr milljónir páskaeggja núna um hátíđina. Ţađ eru hátt í sex egg á mann; sum eru ţegar horfin ofan í okkur en ţeirra veglegustu verđur margra leitađ í fyrramáliđ, ţ... Meira

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • SKODUN
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Skođanir / Skođun / Kćri Sigurđur Líndal
Fara efst