Kabbalah kemur til Íslands 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi Hermannsson hyggst opna Kabbalah-miðstöð í sumar. Hann segist ekki njóta neins fjárstyrks frá alþjóðasamtökunum en hafa gott aðgengi að kennurum og kennsluefni. Fréttablaðið/Valli „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggjustefnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal stórstjarna í Bandaríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrjaði strax það ár að vera með námskeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja námskeið um Kabbalah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að húsnæði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næstunni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilganginn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabbalah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forðast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-samkoma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggjustefnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal stórstjarna í Bandaríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrjaði strax það ár að vera með námskeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja námskeið um Kabbalah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að húsnæði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næstunni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilganginn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabbalah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forðast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-samkoma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira