Körfubolti

Justin Shouse og Darrell Flake orðnir Íslendingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse.
Justin Shouse. Mynd/Anton
Bandarísku körfuboltamennirnir Justin Shouse og Darrell Flake fengu í dag úthlutað íslenskum ríkisborgararétti hjá Allsherjanefnd Alþingis og nú er að sjá hvort að landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist vilji nota þá í A-landsliðið.  

Þeir Justin Shouse og Darrell Flake eiga báðir að baki farsælan feril í íslensku úrvalsdeildinni og hefur Shouse verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar undanfarin ár.

Justin Shouse hefur leikið hér á landi síðan að hann gekk til liðs við Drang í Vík í Mýrdal veturinn 2005-2006 en hann hefur leikið með Stjörnunni undanfarin þrjú tímabil. Shouse lék einnig með Snæfellingum í tvö tímabil.

Darrell Flake hefur leikið hér með hléum frá því að hann kom fyrst til KR-inga veturinn 2002-2003. Hann hefur leikið með KR, Fjölni, Tindastól og Skallagrími þar sem hann hefur spilað undanfarin tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×