Golf

Jordan: Tiger verður aldrei aftur stórkostlegur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jordan og Tiger saman á golfvellinum.
Jordan og Tiger saman á golfvellinum. vísir/getty
Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, er á því að Tiger Woods muni aldrei aftur ná sömu hæðum sem kylfingur.

Jordan og Tiger eru vinir og það er stundum sárt að segja sannleikann um vini sína. Að mati Jordan er ljóst að Tiger mun aldrei aftur ná á sama getustig og hann var á.

„Ég elska hann svo mikið að ég get ekki sagt við hann að hann verði aldrei stórkostlegur aftur,“ sagði Jordan.

„Ég held að hann sé orðinn þreyttur. Ég held að hann óski þess að geta hætt en hann veit ekki hvernig hann á að gera það. Ef hann myndi vinna risamót þá held ég að hann myndi labba í burtu frá leiknum.“

Jordan óttast að Tiger sé búinn að þrengja vinahring sinn of mikið. Að það séu aðeins já-menn í kringum hann sem hjálpi honum ekki að sætta sig við orðinn hlut. Jordan segir einnig að Tiger velti sér of mikið upp úr gömlum mistökum.

„Það truflar hann meira en allt annað. Það er skip sem hann getur aldrei stýrt. Tiger getur ekki þurrkað út slæmar minningar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×