Körfubolti

Jón Halldór: ÍR er eins og loftkaka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
ÍR kom á miklu flugi inn í úrslitakeppni Domino's deildar karla eftir gott gengi eftir áramót, sérstaklega á heimavelli.

Mesta loftið virðist hins vegar farið úr ÍR-blöðrunni því Breiðhyltingar hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu við Stjörnuna.

„Mín spá er að þetta verði sóp, 3-0. Hún var þannig fyrir seríuna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

„Þetta er svona eins og loftkaka sem er bökuð fyrir jólin, þessar brúnu með lofti inni í. Það var ekkert að frétta.“

Kristinn Friðriksson sagði að ÍR-ingar hafi verið full drjúgir með sig í aðdraganda úrslitakeppninnar.

„Í Matteusarguðspjalli 5:5 stendur: „Sælir eru hógværir, þeir munu jörðina erfa.“ ÍR-ingar komu ekkert mjög hógværir inn í þetta. Þeir voru með yfirlýsingar, töffarar. Þetta er að koma í bakið á þeim og er algjört „Choke City“ eins og ég orðaði,“ sagði Kristinn.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×