Lífið

Jóhannes Kr. setti vændistálbeitu á Einkamál

Félagarnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Sigurður Hannes Ásgeirsson standa á bak við grínþættina Háska, sem sýndir eru hér á Vísi.

Háski fjalla um misheppnaða rannsóknarblaðamanninn Hjálmar sem verður sjaldnast ágengt þar sem hann veður áfram af eigingirni, fáfræði og leti. 

Í lokaþættinum af Háska ætlar Hjálmar að kynna sér vændi á Íslandi. Hann harðbannar Sigga að koma nálægt undirbúningnum og er ekki ljóst hvað Hjálmar ætlar sér nákvæmlega.

Þessi leiðangur tekst síðan ekki betur en svo að hann lendir í klónum á öðrum rannsóknarblaðamanni, sjálfum Jóhannesi Kr. í Kompási. 

Undir lokin bendir allt til þess að græðgin verði Hjálmari endanlega að falli.


Tengdar fréttir

Hefur enga þolinmæði fyrir fötluðum

Rannsóknarblaðamaðurinn Hjálmar móðgar Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur þegar hann sekkur sér í málefni fatlaðra með misheppnuðum árangri.

Hafnað af Sölva Tryggvasyni

Í öðrum þætti af Háska lendir Hjálmar í þeirri óskemmtilegu reynslu að vera hafnað af Sölva Tryggvasyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×