Innlent

Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jónína Leósdóttir hafa gengið í hjónaband en ný hjúskaparlög tóku gildi í dag á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra en með gildistöku laganna eru aðeins ein samræmd hjúskaparlög í landinu óháð kynferði.

Að sögn Hrannars B. Arnarssonar aðstoðarmanns Jóhönnu lögðu þær Jóhanna og Jónína inn umsókn á dögunum þess efnis að staðfestri samvist þeirra yrði breytt í hjónaband í samræmi við nýju lögin. Hjónabandið tók formlega gildi í dag.

Ísland er níunda landið í heiminum þar sem í gildi eru samræmd hjúskaparlög.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×