Körfubolti

Jóhann Þór með pillu á sína eigin leikmenn: Ólafur, Dagur og Ómar bara lélegir í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann var virkilega ósáttur með sína menn í kvöld.
Jóhann var virkilega ósáttur með sína menn í kvöld. vísir/anton
„Ég hef eiginlega ekki hugmynd hvað gerist hjá liðinu eftir fína byrjun,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld.

Grindvíkingar töpuðu fyrir Haukum, 89-69, í Dominos-deild karla í kvöld. Liðið náði sér engan veginn á strik.

„Við erum bara slakir í kvöld, alveg saman hvar litið er niður. Það var ekki að hjálpa okkur að við hittum illa, við hefðum líklega ekki hitt hafið á bryggjunni í kvöld. Þetta pirrar mig töluvert og ég hef bara miklar áhyggjur af þessu.“

Stigaskorið gekk ekkert hjá Grindvíkingum í kvöld.

„Við settumst niður eftir áramót og ræddum málin. Við ætluðum að taka okkur leik upp á næsta stig en við erum heldur betur ekki að því. Ég veit ekki hvort við höndlum bara ekki þessa umræðu. Lykilmenn í liðinu voru skelfilegir í kvöld. Ólafur [Ólafsson] er með stórar áætlanir að fara hingað og þangað en hann getur bara ekki neitt í kvöld. Dagur var slakur og Ómar líka, bara svona ef ég á að taka Ívar [Ásgrímsson, þjálfara Hauka] á þetta og gangrýni leikmenn bara beint út,“ segir Jóhann og kallar eftir því að menn axli ábyrgð á sínum leik.

„Þegar kemur að því að framkvæma hlutina í leik þá líta menn bara hræðilega út.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×