Erlent

Jóga hefur góð áhrif á fanga

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Jóga er almennt talið hafa jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu.
Jóga er almennt talið hafa jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. vísir/epa
Fangar verða rólegri og ánægðari af því að stunda jóga. Þetta eru niðurstöður könnunar á áhrifum jógaiðkunar í sænskum fangelsum. Alls tóku 152 fangar þátt í könnuninni sem hófst 2013. Helmingurinn gerði jógaæfingar einu sinni í viku um 10 vikna skeið. Hinir stunduðu aðrar líkamsæfingar sem þeir völdu sjálfir.

Bæði fyrir og eftir svöruðu fangarnir spurningum um andlega líðan sína auk þess sem kannað var hversu örir þeir voru og einbeittir. Marktækur munur var á hópunum að tímabilinu loknu.

Boðið hefur verið upp á jógaæfingar í sænskum fangelsum síðan 2008. Nú er jóga iðkað í 30 fangelsisstofnunum.

Margir þeirra fanga sem iðka jóga hafa hætt á lyfjum. Þeir sofa einnig betur.

Þessi frétt birtisti fyrsti í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×