Lífið

Jerome Jarre segist hafa hafnað milljón dölum

Samúel Karl Ólason skrifar
Jerome Jarre kom til Íslands í byrjun ársins.
Jerome Jarre kom til Íslands í byrjun ársins. Vísir/Daníel
Vinestjarnan og Íslandsvinurinn Jerome Jarre, sem gerði allt vitlaust í Smáralindinni í byrjun ársins, segist hafa hafnað milljón dala auglýsingasamning. Í nýju myndbandi sem hann birti á Youtube er hann á fundi með forsvarsmönnum auglýsingastofu, sem bjóða honum milljón dali, eða um 120 milljónir króna fyrir ársvinnu í New York.

Í myndbandinu, sem á að vera tekið upp með falinni myndavél, hafnar Jarre boðinu og gengur út af fundinum. Þá fer hann yfir ævi sína og af hverju hann hafi ákveðið að hafna tilboðinu.

Jafnvel eru til einstaklingar sem túlka myndbandið á þann veg að Jarre sé einfaldlega hættur.

Ekki eru allir sannfærðir um að þetta myndband sé ekki auglýsing. Á vefnum Adweek segir að hæpið sé að Jarre hafi farið út af fundinum og snúið við aftur til að sækja földu myndavélina.

Myndbandið má sjá hér að neðan sem og nýjasta Vine myndband sem tekið var upp í Mexíkó.

Vísir/Andri Marinó





Fleiri fréttir

Sjá meira


×