Handbolti

Jenný aftur inn í A-landsliðið | Axel þurfti að gera breytingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðný Jenný Ásmundsdóttir.
Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Vísir/Stefán
Axel Stefánsson hefur þurft að gert tvær breytingar á sextán manna hóp A-landsliðs kvenna í handbolta sem fer til Færeyja næstu helgi til að keppa í undankeppni HM.

Steinunn Björnsdóttir, línumaður hjá Fram og Heiða Ingólfsdóttir, markvörður Stjörnunnar, eru báðar meiddar og komast því ekki með í þetta verkefni.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður úr Haukum, hefur einnig dregið sig úr æfingahópnum vegna meiðsla.

Í staðinn hefur Axel Stefánsson valið þær Theu Imani Sturludóttur, örvhenta skyttu úr Fylki og Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur, markvörð ÍBV.

Guðný Jenný er að koma aftur inn í landsliðið eftir nokkra ára fjarveru en hún á að baki 48 ára landsleiki fyrir Ísland.

Íslenska liðið er nú í lokaundirbúning sínum fyrir forkeppnina. Þar mætir íslenska liðið Austurríki, Makedóníu og heimastúlkum frá Færeyjum. Efstu tvö liðin komast í umspilsleiki um laust sæti á HM í Þýskalandi 2017.

Leikjaplanið má sjá hér:

Fös. 2.desember klukkan 18.00     Ísland - Austurríki

Lau. 3.desember klukkan 17.00     Ísland - Færeyjar

Sun. 4.desember klukkan 16.00     Ísland - Makedónía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×