Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar 26. mars 2013 11:50 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði. Mynd/ GVA. „Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítillar aukningar í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. „Það er búið að taka í notkun ákveðið kerfi, sem er þannig að þegar það verður einhver virkni umfram bakgrunninn, sem er mjög rólegur í Heklu, þá eru gefin merki. Það eru nokkrir mjög litlir skjálftar sem hafa sést á síðustu dögum rétt norður við Heklu," segir Magnús Tumi í samtali við Vísi. „Þetta eru fáir skjálftar en þarna er bara það lítil skjálftavirkni að Veðurstofan ákveður á grundvelli vinnureglna sem búið er að setja að nú sé Heklu gefið auga," segir Magnús Tumi og segir að það sé ekki farin nein atburðarrás af stað eins og var fyrir Heklugosið 2000. Hann býst við því að það muni berast viðvaranir af þessu tagi sem endi svo flestar í því að það gjósi ekki. „Það er bara eðli svona eftirlitskerfa," segir Magnús Tumi. Hann segist þó alls ekki geta fullyrt að ekki muni gjósa. „Fyrirvarinn sem við höfum á Heklu er ekki nema einn til tveir tímar. Það er ekki fyrr en sú atburðarrás fer af stað með óróa og smáskjálftum, þá vitum við þetta. Vegna þess hvernig Hekla hefur hegðað sér getum við ekki sagt hvenær Hekla fer af stað," segir hann. Hann tekur þó fram að líkurnar á því að þetta sé byrjun á einhverju séu ekki mjög stórar. „En það getur enginn sagt að það muni ekki gjósa í Heklu á morgun. Það er bara ekki hægt. Málið er bara það að það er óvissa í þessu og rétt að fylgjast með þessu," segir hann. Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira
„Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítillar aukningar í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. „Það er búið að taka í notkun ákveðið kerfi, sem er þannig að þegar það verður einhver virkni umfram bakgrunninn, sem er mjög rólegur í Heklu, þá eru gefin merki. Það eru nokkrir mjög litlir skjálftar sem hafa sést á síðustu dögum rétt norður við Heklu," segir Magnús Tumi í samtali við Vísi. „Þetta eru fáir skjálftar en þarna er bara það lítil skjálftavirkni að Veðurstofan ákveður á grundvelli vinnureglna sem búið er að setja að nú sé Heklu gefið auga," segir Magnús Tumi og segir að það sé ekki farin nein atburðarrás af stað eins og var fyrir Heklugosið 2000. Hann býst við því að það muni berast viðvaranir af þessu tagi sem endi svo flestar í því að það gjósi ekki. „Það er bara eðli svona eftirlitskerfa," segir Magnús Tumi. Hann segist þó alls ekki geta fullyrt að ekki muni gjósa. „Fyrirvarinn sem við höfum á Heklu er ekki nema einn til tveir tímar. Það er ekki fyrr en sú atburðarrás fer af stað með óróa og smáskjálftum, þá vitum við þetta. Vegna þess hvernig Hekla hefur hegðað sér getum við ekki sagt hvenær Hekla fer af stað," segir hann. Hann tekur þó fram að líkurnar á því að þetta sé byrjun á einhverju séu ekki mjög stórar. „En það getur enginn sagt að það muni ekki gjósa í Heklu á morgun. Það er bara ekki hægt. Málið er bara það að það er óvissa í þessu og rétt að fylgjast með þessu," segir hann.
Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira