Innlent

Jarðskjálftinn var 4 stig að stærð - 200 skjálftar frá miðnætti

Frá Krýsuvík
Frá Krýsuvík
Jarðskjálftinn sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu klukkan rúmlega níu í morgun var 4 stig að stærð og mældist um það bil 4 kílómetrum Norðaustur af Krýsuvík.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að jarðskjálftahrina hafi hafist við Kleifarvatn á fimmtudagskvöld og upp úr klukkan fimm jókst virknin aftur og klukkan tíu í morgun er hún mikil, segir í tilkynningunni. Yfir 200 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti og er vel fylgst með framvindu mála.

Hrinur sem þessar hafa verið áberandi í haust og vetur og en þær hófust fyrir tveimur árum. Þeim fylgdi óvenju mikið landris, en land reis um þrjá sentímetra í Krýsuvík, og töldu jarðvísindamenn þá ástæðu til að upplýsta almannavarnir um hræringarnar.

Landrisið gekk til baka í fyrravetur og á fyrri hluta síðasta árs en hófst svo að nýju í fyrravor. Þá var ákveðið að vakta svæðið betur og í því skyni var tveimur nýjum GPS-mælum komið upp. Skjálftahrinurnar í haust komu vísindamönnum ekki á óvart og höfðu þeir áður látið almannavarnir vita að búast mætti við hræringum á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×