Innlent

Jarðskjálfti í Bláfjöllum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bláfjöll.
Bláfjöll.
Jarðskjálfti að stærð 3,8 með upptök sunnan við Bláfjöllin varð rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Hann fannst víða á Höfuðborgarsvæðinu og  í Þorlákshöfn.  Um og yfir 20 eftirskjálftar hafa mælst, nær allir undir 2 að stærð.   Fyrir rúmum mánuði síðan eða þann 30 ágúst varð jarðskjálfti um stærðargráðu stærri en þessi með upptök nokkrum km norðan við þennan skjálfta sem varð í kvöld.  Fram kemur í tilkynningu frá sérfræðingi Veðurstofunnar að smáskjálftar hafi verið á svæðinu undanfarna daga og vikur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×