Jarðhiti aukist mjög mikið undir Kötlu 6. september 2011 22:14 Myndúr safni Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, flaug yfir Kötlu í dag ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum. Hann segir að greinileg aukning sé í jarðhita undir jöklinum og að Katla sýni nú ýmis merki sem túlka megi sem langtíma undanfara eldgoss. Hann segir að á síðustu vikum hafi myndast aftur ketill sem var horfinn og hafi ekki sést í nokkur ár. „Þar hefur jarðhiti tekið sig upp aftur þó ketillinn sé frekar grunnur ennþá en úr honum hefur vatn runnið niður í Múlakvísl," segir hann en áin hefur verið fremur vatnsmikil undanfarið. Magnús Tumi segir að aukning jarðhitans geti stafað af því að sprungur í berginu gliðni í sundur eða að kvika hafi náð inn í rætur jarðhitakerfisins. „Það er ekki ósennilegt að það sé að gerast í Kötlu; að það sé kvika hafi náð upp á lítið dýpi og valdi jarðhita. En magn kviku sem kann að hafa troðist inn í bergið er ekki mikið." Veruleg aukning hefur orðið í jarðskjálftavirkni á svæðinu í sumar og merki eru um útþenslu á litlu dýpi. „Þetta eru dæmigerðir langtíma forboðar eldgoss og en það þýði ekki endilega að þessi þróun endi með eldgosi á næstunni. „Slíkir forboðar eru mun algengari en sjálf eldgosin, því atburðarásin lognast stundum útaf án þess að leiða til goss. Enginn veit hvernig þetta verður núna en við þurfum að fylgjast vel með." Magnús Tumi segir að reynsla síðustu 500 ára sé að Katla láti vita af sér nokkrum klukkstundum áður en hún fer að gjósa. „Við vitum að hún hefur skýra skammtíma forboða. Nokkrum klukkutímum fyrir gos fara af stað jarðskjálftar sem finnast í Mýrdal. Ekkert slíkt í gangi núna. Það er ekki að sjá að kvika sé að brjóta sé leið upp á yfirborðið," segir hann. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, flaug yfir Kötlu í dag ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum. Hann segir að greinileg aukning sé í jarðhita undir jöklinum og að Katla sýni nú ýmis merki sem túlka megi sem langtíma undanfara eldgoss. Hann segir að á síðustu vikum hafi myndast aftur ketill sem var horfinn og hafi ekki sést í nokkur ár. „Þar hefur jarðhiti tekið sig upp aftur þó ketillinn sé frekar grunnur ennþá en úr honum hefur vatn runnið niður í Múlakvísl," segir hann en áin hefur verið fremur vatnsmikil undanfarið. Magnús Tumi segir að aukning jarðhitans geti stafað af því að sprungur í berginu gliðni í sundur eða að kvika hafi náð inn í rætur jarðhitakerfisins. „Það er ekki ósennilegt að það sé að gerast í Kötlu; að það sé kvika hafi náð upp á lítið dýpi og valdi jarðhita. En magn kviku sem kann að hafa troðist inn í bergið er ekki mikið." Veruleg aukning hefur orðið í jarðskjálftavirkni á svæðinu í sumar og merki eru um útþenslu á litlu dýpi. „Þetta eru dæmigerðir langtíma forboðar eldgoss og en það þýði ekki endilega að þessi þróun endi með eldgosi á næstunni. „Slíkir forboðar eru mun algengari en sjálf eldgosin, því atburðarásin lognast stundum útaf án þess að leiða til goss. Enginn veit hvernig þetta verður núna en við þurfum að fylgjast vel með." Magnús Tumi segir að reynsla síðustu 500 ára sé að Katla láti vita af sér nokkrum klukkstundum áður en hún fer að gjósa. „Við vitum að hún hefur skýra skammtíma forboða. Nokkrum klukkutímum fyrir gos fara af stað jarðskjálftar sem finnast í Mýrdal. Ekkert slíkt í gangi núna. Það er ekki að sjá að kvika sé að brjóta sé leið upp á yfirborðið," segir hann.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira