Jafnréttisráðstefnan í Hörpu: „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2015 20:15 Geena Davis er á leiðinni til Íslands og mun taka þátt í ráðstefnunni. Herdís gagnrýnir þátttökugjaldið. vísir Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, segir hátt þátttökugjald á fyrirhugaða jafnréttisráðstefnu í Hörpu vera móðgun við jafnréttishugsjónina og baráttu kvenna fyrir betra samfélagi. 750 evrur kostar á ráðstefnuna en það jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Það verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum.Sjá einnig: Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina. Konur hafa í áratugi, alveg frá því að þær fengu kosningarétt, barist fyrir því að rétta hlut sinn í samfélaginu. Kjör kvenna í íslensku samfélagi í dag eru víða mjög bágborin,“ segir Herdís og bætir við að laun þeirra lægst launuðustu sé tvöfalt ráðstefnugjald. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Herdís hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur af þessu tagi.Ráðstefnan fer fram dagana 18.-19. júní.Vísir/GVA„Ég hélt svona tengslanetráðstefnur um árabil á Bifröst og áttu þær að vera valdeflandi fyrir konur. Þær fóru fram á árunum 2004-2010 og þær sóttu konur af öllum stigum þjóðfélagsins, af því að ráðstefnugjaldinu var haldið í lágmarki,“ segir Herdís en hún fékk heimsþekkta fyrirlesara á ráðstefnurnar. Hún segir að þær ráðstefnur hafi verið gríðarlega vel sóttar og vakið athygli út fyrir landsteinana.Sjá einnig: Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í Inspirally WE í Hörpunni í sumar og meðal annarra. „Ef við erum að berjast fyrir bættum kjörum kvenna og auknum jöfnuði þá verðum við að hafa þær sem mest þurfa á því að halda með.“ Herdís segir að þátttökugjaldið á ráðstefnurnar í Háskólanum á Bifröst hafi verið á bilinu 14-16 þúsund krónur. Síðan hafi ráðstefnugestir þurft að greiða fimm þúsund krónur í gistingu á hótelum í Norðurárdal eða í Borgarnesi. Herdís segir nauðsynlegt að skoða upp á hvaða marki hið opinbera komi að ráðstefnunni í Hörpunni. „Hún er kynnt sem liður af aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna. Þarna mun núverandi og fyrrverandi ráðherrar tala á tímum þar sem hið háa þátttökugjald er úr öllum takti við kjör almennings í landinu. Fiskverkakonur eru að berjast fyrir lágmarkslaunum sem myndu duga fyrir tveimur miðum á þessa ráðstefnu. Ef þetta er alfarið einkaframtak má einnig spyrja hvort opinberar stofnanir muni greiða þátttökugjöld fyrir starfsfólk sitt til að sitja þessa ráðstefnu.“ Tengdar fréttir Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00 Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, segir hátt þátttökugjald á fyrirhugaða jafnréttisráðstefnu í Hörpu vera móðgun við jafnréttishugsjónina og baráttu kvenna fyrir betra samfélagi. 750 evrur kostar á ráðstefnuna en það jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Það verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum.Sjá einnig: Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina. Konur hafa í áratugi, alveg frá því að þær fengu kosningarétt, barist fyrir því að rétta hlut sinn í samfélaginu. Kjör kvenna í íslensku samfélagi í dag eru víða mjög bágborin,“ segir Herdís og bætir við að laun þeirra lægst launuðustu sé tvöfalt ráðstefnugjald. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Herdís hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur af þessu tagi.Ráðstefnan fer fram dagana 18.-19. júní.Vísir/GVA„Ég hélt svona tengslanetráðstefnur um árabil á Bifröst og áttu þær að vera valdeflandi fyrir konur. Þær fóru fram á árunum 2004-2010 og þær sóttu konur af öllum stigum þjóðfélagsins, af því að ráðstefnugjaldinu var haldið í lágmarki,“ segir Herdís en hún fékk heimsþekkta fyrirlesara á ráðstefnurnar. Hún segir að þær ráðstefnur hafi verið gríðarlega vel sóttar og vakið athygli út fyrir landsteinana.Sjá einnig: Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í Inspirally WE í Hörpunni í sumar og meðal annarra. „Ef við erum að berjast fyrir bættum kjörum kvenna og auknum jöfnuði þá verðum við að hafa þær sem mest þurfa á því að halda með.“ Herdís segir að þátttökugjaldið á ráðstefnurnar í Háskólanum á Bifröst hafi verið á bilinu 14-16 þúsund krónur. Síðan hafi ráðstefnugestir þurft að greiða fimm þúsund krónur í gistingu á hótelum í Norðurárdal eða í Borgarnesi. Herdís segir nauðsynlegt að skoða upp á hvaða marki hið opinbera komi að ráðstefnunni í Hörpunni. „Hún er kynnt sem liður af aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna. Þarna mun núverandi og fyrrverandi ráðherrar tala á tímum þar sem hið háa þátttökugjald er úr öllum takti við kjör almennings í landinu. Fiskverkakonur eru að berjast fyrir lágmarkslaunum sem myndu duga fyrir tveimur miðum á þessa ráðstefnu. Ef þetta er alfarið einkaframtak má einnig spyrja hvort opinberar stofnanir muni greiða þátttökugjöld fyrir starfsfólk sitt til að sitja þessa ráðstefnu.“
Tengdar fréttir Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00 Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00
Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17