Handbolti

Íslensku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var vel tekið á íslensku stelpunum í leiknum og hér fær Thea Imani Sturludóttir að finna fyrir því.
Það var vel tekið á íslensku stelpunum í leiknum og hér fær Thea Imani Sturludóttir að finna fyrir því. Vísir/Pjetur
Íslenska 20 ára landslið kvenna í handbolta tapaði með tveggja marka mun fyrir Úkraínu, 27-29, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM en riðill íslenska liðsins fer fram í Víkinni yfir páskahelgina.

Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM í Króatíu í sumar og nú þurfa okkar stelpur að vinna Rúmeníu á morgun og Slóveníu á sunnudaginn til þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.

Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst með átta mörk en Sigrún Jóhannsdóttir úr FH, Hekla Rún Ámundadóttir úr Fram, Helena Rut Örvarsdóttir úr Stjörnunni, Bryndís Elín Halldórsdóttir úr Val og Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr Grue/KIL í Noregi skoruðu allar þrjú mörk.

Íslenska liðið fékk góðan stuðning á pöllunum í leiknum í dag en það dugði ekki til. Slæmur kafli um miðjan seinni hálfleik þar sem liðið lenti fjórum mörkum undir reyndist liðinu erfiður.

Úkraína komst yfir strax í byrjun leika og hélt forystunni út leikinn þótt íslensku stelpurnar hafi náð að jafna leikinn nokkrum sinnum þá tókst þeim aldrei að komast yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×