Íslenskt efnahagslíf kemst í „allt aðra og eftirsóknarverðari stöðu“ en verið hefur um langt skeið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 16:50 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi í dag. vísir/gva „Heilt yfir eins og ég tel að muni koma í ljós bæði í þessari kynningu og smám saman eftir því sem tímanum vindur fram að þá erum við með þessum aðgerðum að komast í allt aðra og eftirsóknarverðari stöðu heldur en íslenskt efnahagslíf hefur búið við um langt skeið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi í dag þar sem farið var yfir umfang þeirra aðgerða sem ráðist verður í vegna uppgjöra föllnu bankanna. Bjarni sagði að um væri að ræða stærstu efnahagsgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi en heildaráhrif þeirra eru gríðarleg. Þau væru slík að erfitt væri að finna samlíkingu úr fortíðinni. Aðgerðirnar fela það í sér að slitabú föllnu bankanna fallast á stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, greiða til þeirra svokallað stöðugleikaframlag og fara svo í gegnum nauðasamninga. Alls nema aðgerðirnar 856 milljörðum króna en 500 milljarðar króna renna beint eða óbeint í ríkissjóð. Seðlabankinn hefur samþykkt að veita slitastjórnum föllnu bankanna undanþágu frá gjaldeyrishöftum og kvaðst Bjarni ætla að styðja þá niðurstöðu. Þegar hann hefði tilkynnt það eftir formlegum leiðum myndi málið fara áfram til slitastjórna sem þyrftu svo að ljúka gerð nauðasamninga og fara fyrir dómstóla. „Því er ekki að neita að við höfum nokkrar áhyggjur af því á þessari stundu að dómstólarnir verði settir í talsverða tímaþröng til þess að taka til meðhöndlunar og afgreiðslu þessi stærstu slitabú Íslandssögunnar, sem reyndar hvert um sig ef við værum að horfa á gjaldþrot myndi rata á lista yfir 10 stærstu gjaldþrot bandarískrar fyrirtækjasögu. Af þeirri ástæðu er gert ráð fyrir því að það verði viðbótarfrestir þó ekki væri nema til þess að dómstólar fái hæfilegan og sanngjarnan tíma til að vinna sitt verk eftir að slitabúin hafa komist að sinni niðurstöðu.“ Tengdar fréttir Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Heilt yfir eins og ég tel að muni koma í ljós bæði í þessari kynningu og smám saman eftir því sem tímanum vindur fram að þá erum við með þessum aðgerðum að komast í allt aðra og eftirsóknarverðari stöðu heldur en íslenskt efnahagslíf hefur búið við um langt skeið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi í dag þar sem farið var yfir umfang þeirra aðgerða sem ráðist verður í vegna uppgjöra föllnu bankanna. Bjarni sagði að um væri að ræða stærstu efnahagsgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi en heildaráhrif þeirra eru gríðarleg. Þau væru slík að erfitt væri að finna samlíkingu úr fortíðinni. Aðgerðirnar fela það í sér að slitabú föllnu bankanna fallast á stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, greiða til þeirra svokallað stöðugleikaframlag og fara svo í gegnum nauðasamninga. Alls nema aðgerðirnar 856 milljörðum króna en 500 milljarðar króna renna beint eða óbeint í ríkissjóð. Seðlabankinn hefur samþykkt að veita slitastjórnum föllnu bankanna undanþágu frá gjaldeyrishöftum og kvaðst Bjarni ætla að styðja þá niðurstöðu. Þegar hann hefði tilkynnt það eftir formlegum leiðum myndi málið fara áfram til slitastjórna sem þyrftu svo að ljúka gerð nauðasamninga og fara fyrir dómstóla. „Því er ekki að neita að við höfum nokkrar áhyggjur af því á þessari stundu að dómstólarnir verði settir í talsverða tímaþröng til þess að taka til meðhöndlunar og afgreiðslu þessi stærstu slitabú Íslandssögunnar, sem reyndar hvert um sig ef við værum að horfa á gjaldþrot myndi rata á lista yfir 10 stærstu gjaldþrot bandarískrar fyrirtækjasögu. Af þeirri ástæðu er gert ráð fyrir því að það verði viðbótarfrestir þó ekki væri nema til þess að dómstólar fái hæfilegan og sanngjarnan tíma til að vinna sitt verk eftir að slitabúin hafa komist að sinni niðurstöðu.“
Tengdar fréttir Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46
Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09