Íslenskir verkfræðinemar slá í gegn JMG skrifar 5. ágúst 2011 20:15 Íslenskir verkfræðinemendur hlutu verðlaun frá Airbus á alþjóðlegri hönnunarkeppni sem haldin var í Bretlandi á dögunum - fyrir rafknúinn kappakstursbíl sem hópurinn hannaði. Hérna í kjallaranum á gömlu vararafstöðinni í elliðaárdal hafa fimmtán verkfræðinemendur úr Háskóla Íslands eytt ófáum stundum síðasta árið við að hanna og smíða rafknúinn kappakstursbíl. Hópurinn tók í sumar þátt í alþjóðlegri hönnunarkeppni Formula Student sem fram fór á Silverstone kappakstursbrautinni í Bretlandi. „Þetta er hönnunarkeppni sem er fyrir verkfræðinema til þess að læra hvernig á að taka hugmynd og gera hana að veruleika,“ segir Arnar Freyr Lárusson liðsstjóri. Alls tóku 110 skólar þátt í keppninni víðs vegar að úr heiminum og segir Arnar að mörg lið séu mun háþróaðari og með milljónir króna í fjárframlög á ári. „Við erum algjört bílskúrsverkefni miðað við hin liðin en það var mjög skemmtilegt, það voru allir mjög hissa hversu langt á veg við erum komin miðað við aðstöðu og þá fjárhæð sem við höfum að spila með.“ Íslenska liðið vakti mikla athygli í keppninni til dæmis fyrir rafkerfi í bílsins sem strákarnir byggðu frá grunni. Liðið heillaði meðal annars forsvarsmenn Airbus sem veitti þeim árleg verðlaun fyrir að vera samheldið og úrræðagott lið. Það þykir mjög eftirtektarvert að fyrsta árs lið hljóti verðlaun. Strákarnir ætla samt aftur á næsta ári og gera enn betur. „Markmiðið fyrir næsta ár er að klára alla þætti keppninnar og vera með umhverfisvænasta bílinn.“ Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Íslenskir verkfræðinemendur hlutu verðlaun frá Airbus á alþjóðlegri hönnunarkeppni sem haldin var í Bretlandi á dögunum - fyrir rafknúinn kappakstursbíl sem hópurinn hannaði. Hérna í kjallaranum á gömlu vararafstöðinni í elliðaárdal hafa fimmtán verkfræðinemendur úr Háskóla Íslands eytt ófáum stundum síðasta árið við að hanna og smíða rafknúinn kappakstursbíl. Hópurinn tók í sumar þátt í alþjóðlegri hönnunarkeppni Formula Student sem fram fór á Silverstone kappakstursbrautinni í Bretlandi. „Þetta er hönnunarkeppni sem er fyrir verkfræðinema til þess að læra hvernig á að taka hugmynd og gera hana að veruleika,“ segir Arnar Freyr Lárusson liðsstjóri. Alls tóku 110 skólar þátt í keppninni víðs vegar að úr heiminum og segir Arnar að mörg lið séu mun háþróaðari og með milljónir króna í fjárframlög á ári. „Við erum algjört bílskúrsverkefni miðað við hin liðin en það var mjög skemmtilegt, það voru allir mjög hissa hversu langt á veg við erum komin miðað við aðstöðu og þá fjárhæð sem við höfum að spila með.“ Íslenska liðið vakti mikla athygli í keppninni til dæmis fyrir rafkerfi í bílsins sem strákarnir byggðu frá grunni. Liðið heillaði meðal annars forsvarsmenn Airbus sem veitti þeim árleg verðlaun fyrir að vera samheldið og úrræðagott lið. Það þykir mjög eftirtektarvert að fyrsta árs lið hljóti verðlaun. Strákarnir ætla samt aftur á næsta ári og gera enn betur. „Markmiðið fyrir næsta ár er að klára alla þætti keppninnar og vera með umhverfisvænasta bílinn.“
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira