Íslenskir prestar bjarga sóknum í Norður-Noregi 18. júlí 2011 06:00 Arnaldur Bárðarson við kirkjuna í Hemne þar sem hann hefur þjónað síðan í ársbyrjun 2010. Hemne Kirkja Vegna prestaskorts líta Norðmenn nú til Íslands í leit sinni að þjónum kirkjunnar. Starfsmannastjóri Niðaróssbiskupsdæmis, Steinar Skomedal, kom til Íslands síðastliðið haust og kynnti um leið starfsaðstæður í Noregi fyrir íslenskum prestum og guðfræðingum. „Við höfðum fengið fyrirspurnir frá Íslandi og þar sem ég átti erindi til Íslands spurði ég biskup Íslands hvort ég gæti ekki haldið kynningarfund um leið. Ég lagði áherslu á að við ætluðum ekki reyna að ná í duglega presta frá Íslandi, heldur gæti þetta verið tækifæri fyrir atvinnulausa presta. Það komu talsvert margir á þann fund,“ segir Skomedal. Hann segir prestaskort einkum vera í nyrðri héruðum Noregs þar sem nýútskrifaðir guðfræðingar sæki helst um stöður nálægt Ósló og öðrum stórum borgum. Samkvæmt fyrirsögnum norskra fjölmiðla hafa íslenskir prestar bjargað sóknum í Norður-Noregi. „Það hafa fimm íslenskir prestar ráðið sig til starfa í okkar biskupsdæmi og við erum mjög ánægð með þá sem hafa komið,“ bætir Skomedal við. Arnaldur Bárðarson er einn þeirra íslensku presta sem starfa í sóknunum kringum Þrándheim. Þangað kom hann í janúar 2010 eftir að hafa þjónað sem prestur í íslensku þjóðkirkjunni í fjórtán ár, síðast í Glerárkirkju á Akureyri. „Ég var búinn að ákveða að fara í námsleyfi á þessum tíma en þau voru felld niður í kreppunni. Ég ákvað samt að breyta til og sótti um hér í Niðaróssbiskupsdæmi. Mér líkar afskaplega vel hér í Hemne og ég sé ekki fram á að ég komi aftur til starfa á Íslandi,“ greinir Arnaldur frá. Hann kveðst hafa verið að brenna út í starfi sínu í Glerárkirkju. „Félagsleg vandamál fólks voru orðin svo mikil. Það var erfitt að taka á móti fólki á skrifstofunni og heyra sorgarsögur þeirra sem voru að missa vinnuna sína og húsin sín og áttu ekki fyrir mat. Ég gat rétt þeim kort frá Hjálparstarfi kirkjunnar með nokkurra þúsunda króna inneign til þess að kaupa nauðþurftir fyrir næstu daga. Ég þoldi þetta ekki. Við bjuggum í landi sem ætti að geta verið ríkasta land heims miðað við náttúruauðlindir. Ég gat ekki horft upp á þetta óréttlæti.“ Arnaldur var reiður þegar hann fór frá Íslandi. „Mér er runnin reiðin en ég finn enn til með þeim sem eiga í erfiðleikum og einkum þegar ég ber saman ástandið við veruleikann hér í Noregi. Hér lækka lánin þegar maður greiðir af þeim, öfugt við það sem gerist á Íslandi. Ég keypti mér bíl við komuna hingað og lánið sem ég tók í sparisjóðnum er að hverfa. Ég er með tvöfalt hærri laun sem prestur hér en heima á Íslandi. Konan mín sem var sérkennari á Íslandi er nú kennari innan kirkjunnar hér og hennar laun eru þrefalt hærri en á Íslandi. Mánaðarleiga fyrir hús hér úti á landsbyggðinni er 60 til 80 þúsund íslenskar krónur. Hér er hægt að lifa ódýrt.“ Norskt samfélag er afar fjölskylduvænt, að sögn Arnaldar. „Vinnutíminn er miklu styttri. Lyflæknisþjónusta og tannlækningar eru gjaldfrjálsar fyrir börn undir 16 ára aldri og það munar um slíkt þegar börnin eru fimm eins og í okkar fjölskyldu.“ Íslenski presturinn í Hemne segir gott að vera þjónn norsku kirkjunnar. „Það er vel séð fyrir öllu. Fólkið er elskulegt og það lítur ekki á Íslendinga sem útlendinga.“ Arnaldur telur að í öllum Noregi starfi nú um tíu íslenskir prestar. „Það eru nokkrar umsóknir í gangi og nokkrir eru að hugsa sig um. Ég held að það komi bylgja af íslenskum guðfræðingum hingað. Atvinnumöguleikarnir fyrir þá eru litlir á Íslandi.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hemne Kirkja Vegna prestaskorts líta Norðmenn nú til Íslands í leit sinni að þjónum kirkjunnar. Starfsmannastjóri Niðaróssbiskupsdæmis, Steinar Skomedal, kom til Íslands síðastliðið haust og kynnti um leið starfsaðstæður í Noregi fyrir íslenskum prestum og guðfræðingum. „Við höfðum fengið fyrirspurnir frá Íslandi og þar sem ég átti erindi til Íslands spurði ég biskup Íslands hvort ég gæti ekki haldið kynningarfund um leið. Ég lagði áherslu á að við ætluðum ekki reyna að ná í duglega presta frá Íslandi, heldur gæti þetta verið tækifæri fyrir atvinnulausa presta. Það komu talsvert margir á þann fund,“ segir Skomedal. Hann segir prestaskort einkum vera í nyrðri héruðum Noregs þar sem nýútskrifaðir guðfræðingar sæki helst um stöður nálægt Ósló og öðrum stórum borgum. Samkvæmt fyrirsögnum norskra fjölmiðla hafa íslenskir prestar bjargað sóknum í Norður-Noregi. „Það hafa fimm íslenskir prestar ráðið sig til starfa í okkar biskupsdæmi og við erum mjög ánægð með þá sem hafa komið,“ bætir Skomedal við. Arnaldur Bárðarson er einn þeirra íslensku presta sem starfa í sóknunum kringum Þrándheim. Þangað kom hann í janúar 2010 eftir að hafa þjónað sem prestur í íslensku þjóðkirkjunni í fjórtán ár, síðast í Glerárkirkju á Akureyri. „Ég var búinn að ákveða að fara í námsleyfi á þessum tíma en þau voru felld niður í kreppunni. Ég ákvað samt að breyta til og sótti um hér í Niðaróssbiskupsdæmi. Mér líkar afskaplega vel hér í Hemne og ég sé ekki fram á að ég komi aftur til starfa á Íslandi,“ greinir Arnaldur frá. Hann kveðst hafa verið að brenna út í starfi sínu í Glerárkirkju. „Félagsleg vandamál fólks voru orðin svo mikil. Það var erfitt að taka á móti fólki á skrifstofunni og heyra sorgarsögur þeirra sem voru að missa vinnuna sína og húsin sín og áttu ekki fyrir mat. Ég gat rétt þeim kort frá Hjálparstarfi kirkjunnar með nokkurra þúsunda króna inneign til þess að kaupa nauðþurftir fyrir næstu daga. Ég þoldi þetta ekki. Við bjuggum í landi sem ætti að geta verið ríkasta land heims miðað við náttúruauðlindir. Ég gat ekki horft upp á þetta óréttlæti.“ Arnaldur var reiður þegar hann fór frá Íslandi. „Mér er runnin reiðin en ég finn enn til með þeim sem eiga í erfiðleikum og einkum þegar ég ber saman ástandið við veruleikann hér í Noregi. Hér lækka lánin þegar maður greiðir af þeim, öfugt við það sem gerist á Íslandi. Ég keypti mér bíl við komuna hingað og lánið sem ég tók í sparisjóðnum er að hverfa. Ég er með tvöfalt hærri laun sem prestur hér en heima á Íslandi. Konan mín sem var sérkennari á Íslandi er nú kennari innan kirkjunnar hér og hennar laun eru þrefalt hærri en á Íslandi. Mánaðarleiga fyrir hús hér úti á landsbyggðinni er 60 til 80 þúsund íslenskar krónur. Hér er hægt að lifa ódýrt.“ Norskt samfélag er afar fjölskylduvænt, að sögn Arnaldar. „Vinnutíminn er miklu styttri. Lyflæknisþjónusta og tannlækningar eru gjaldfrjálsar fyrir börn undir 16 ára aldri og það munar um slíkt þegar börnin eru fimm eins og í okkar fjölskyldu.“ Íslenski presturinn í Hemne segir gott að vera þjónn norsku kirkjunnar. „Það er vel séð fyrir öllu. Fólkið er elskulegt og það lítur ekki á Íslendinga sem útlendinga.“ Arnaldur telur að í öllum Noregi starfi nú um tíu íslenskir prestar. „Það eru nokkrar umsóknir í gangi og nokkrir eru að hugsa sig um. Ég held að það komi bylgja af íslenskum guðfræðingum hingað. Atvinnumöguleikarnir fyrir þá eru litlir á Íslandi.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira